Jörfagleði – Makalaus sambúð

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið Makalaus sambúð föstudaginn 26. apríl kl. 20 í Dalabúð.
Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna, en 1.300 kr. fyrir börn á
grunnskólaaldri. Frítt er fyrir 5 ára og yngri.
Miðapantanir eru í síma 865 3838.

Makalaus sambúð

Makalaus sambúð er gamanleikur um samskipti fólks og sambúð. Átta leikendur eru í verkinu, auk annarra er koma að sýningunni. Leikstjóri er Ásgeir Sigurvaldason.
Verkið er eftir bandaríska leikritaskáldið Neil Simon.Leikritið, sem heitir á ensku The Odd Couple, fjallar um ungan fréttamann sem hefur verið sparkað af eiginkonu sinni, og flytur inn með vini sínum íþróttafréttamanninum. Vinurinn er hinn mesti sóði, og er sambúðin hin kostulegasta á köflum þar sem sambýlingarnir læra sitthvað hvor af öðrum.

Leikfélag Hólmavíkur

Leikfélag Hólmavíkur var stofnað 3. maí 1981. Mikil hefð er fyrir leiklist á Ströndum og þá leikið undir merkjum ýmissa ólíkra félagasamtaka.
Frá 1981 hefur Leikfélag Hólmavíkur sett upp um 40 sýningar og má þar nefna Með allt á hreinu, Grease, Dýrin í Hálsaskógi, Þið munið hann Jörund, Þrymskviða hin nýrri, Litli forvitni fíllinn ofl.

Jörfagleði 2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei