Jörfagleði – Páll Óskar

DalabyggðFréttir

Í tengslum við Jörfagleði verður dansleikur með Páli Óskari í Dalabúð laugardaginn 27. apríl í Dalabúð.
Þar mun hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson þeyta skífum og syngja sín bestu lög samfellt alla nóttina. Og að sjálfsögðu með öllu tilheyrandi; dönsurum, blöðrum, risahljóðkerfi og ljósasýningum.
Þess má geta að Páll Óskar hefur aldrei troðið upp í Búðardal áður og er mikil spenna fyrir komu hans í Dalina.

Húsið opnar kl. 23:30 og stendur fjörið yfir til kl. 4:00.

Miðaverð er 3.000 kr og verður forsala miða í Dalabúð kl. 13 – 16 á laugadeginum. Einnig við innganginn.

Aldurstakmark er 16 ára, miðað er við fæðingarár.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei