Í Auðarskóla er alltaf eitthvað um að vera. Framundan eru kaffihúsakvöld og danssýning. Kaffihúsakvöld Auðarskóla verður fimmtudaginn 1. desember í Dalabúð. Hefst það kl. 19:30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir 16 ára og eldri. Danssýning Auðarskóla verður föstudaginn 2. desember í Dalabúð og hefst hún kl. 12. Heimakstri verður því seinkað um …
Aðalbókari
Starf aðalbókara á skrifstofu Dalabyggðar í Búðardal er laust til umsóknar. Gerð er krafa um stúdentspróf auk viðbótarmenntunar og/eða mikillar reynslu í starfi. Þekking og reynsla af Dynamics NAV er kostur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala og Snæfellsness. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2012 eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið …
Aðventukaffi á Fellsenda
Aðventukaffi í boði kvenfélagsins Fjólu verður á Fellsenda sunnudaginn 27. nóvember kl. 14. Barnakór Auðarskóla mun koma og syngja, séra Óskar Ingi kemur og verður með helgistund og síðan verður skemmtidagskrá að því loknu.
Jólamarkaðir við Gilsfjörð
Um helgina verða jólamarkaðir beggja vegna Gilsfjarðar, á Skriðulandi í Saurbæ og Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi. Handverkshópurinn Bolliverður með sinn árlega jólamarkað á Skriðulandi dagana 25.-27. nóvember. Markaðurinn verður opinn föstudag til sunnudags, kl. 9-18. Verslun Bolla í Búðardal verður síðan opin 1.-23. desember, kl. 12-19. Árlegur markaður félagasamtaka í Reykhólasveit verður handan fjarðarins í Kaupfélagshúsinu Króksfjarðarnesi fyrstu helgina í aðventu, …
Hrossaræktarsamband Dalamanna
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldinn í Leifsbúð miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Deiliskipulagstillaga fyrir Glæsisvelli Sauðafelli.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. nóvember 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Sauðafells í Miðdölum, Dalabyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan tekur til 13 ha svæðis fyrir frístundarbyggð á jörðinni Sauðafelli þar sem gert er ráð fyrir 10 frístundarlóðum, en þegar er búið að byggja á tveimur lóðanna. Landið liggur á sléttri eyri fyrir …
Leikklúbbur Laxdæla
Leikklúbbur Laxdæla varð 40 ár fyrr á þessu ári. Af því tilefni stendur félagið fyrir dagskrá frá föstudegi til mánudags. Leiksýning, opið hús, skemmtun og dansleikur. Leikklúbbur Laxdæla verður með opið hús í híbýlum félagsins í Dalabúð laugardaginn 10. nóvember kl. 14-17. Þar verður myndasýning, hægt verður að skoða leikmuni, búninga og fleira. Og að sjálfsögðu kaffi á könnunni. Á …
Folaldasýning
Á laugardaginn stóð Hrossaræktarsamband Dalamanna fyrir folaldasýningu í Nesoddahöllinni. Góð mæting var bæði af folöldum og áhorfendum. Sýnd voru 19 folöld, 13 hestfolöld og 6 merarfolöld. Hestfolöld 1. Ónefndur frá Hóli í Hörðudal. Móvindóttur. Eigandi og ræktandi: Guðmundur Guðbrandsson á Hóli. F. Stefnir frá Búðardal. M. Gjósta frá Hóli. 2. Fjarki frá Vatni. Bleikblesóttur. Ræktandi: Sigurður Jökulsson á Vatni. Eigandi: …
Stóra-Vatnshornskirkja 40 ára
Stóra-Vatnshornskirkja var vígð 15. ágúst 1971 af herra Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskup. Haldið verður upp á 40 ára vígsluafmælið með guðþjónustu sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Eftir að gamla kirkjan frá 1877 var dæmd óhæf til viðgerðar var ný kirkja byggð á árunum 1965-1971. Klukknaportið var síðan reist árið 1974. Bjarni Óskarsson byggingarfulltrúi Vesturlands teiknaði kirkjuna. Yfirsmiðir voru Davíð Jensson, …
Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands
Ráðstefna um þéttbýlin á Vesturland verður fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13-17. Fyrir ráðstefnunni standa Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst. Ráðstefnustjórar verða Ragnar Frank Kristjánsson og Halla Sigríður Steinólfsdóttir fulltrúar í Menningarráði Vesturlands. Dagskrá Kl. 13:00 Ávarp. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ Kl. 13:05 Setning. Jón Pálmi Pálsson formaður Menningarráðs Vesturlands. Kl. 13:10 (Há)skóli framtíðarinnar. Jón Torfi Jónasson …