Heimskautafararnir Ómar Friðjófsson og Karl Rútsson halda kynningu þriðjudaginn 19. febrúar í Auðarskóla kl. 20 um ferð þeirra um heimskautaslóðir Kanada.
Þetta er um 2 tíma dagskrá með myndaívafi úr ferðinni. Einnig gáfu þeir út bókina „Þar sem himinn frýs við jörð“ og verða með hana til sölu.
Félagar hins mikla heimskautafélags verða á ferð um Vestfirði og Dali þessa vikuna; mánudag á Patreksfirði, þriðjudag í Búðardal, miðvikudag á Þingeyri, fimmtudag á Ísafirði og föstudag á Hólmavík.