Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) verður haldinn í Leifsbúð mánudaginn 18. febrúar og hefst kl. 20.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar, ályktanir og önnur mál.
Gestur fundarins verður Eyjólfur Ingvi Bjarnason sauðfjárræktarráðunautur. Hann mun fjalla um ýmislegt tengt sauðfjárrækt í Dölum.