Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær. Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð 6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
80. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 96. fundar byggðarráðs frá 8.11.2011.• Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011.• Gjaldskrár – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða – gögn í fundarboði byggðarráðs.• Earth Check.• Verklagsreglur um starfsemi leikskóla.• Styrkumsókn félags eldri …
Norræni skjaladagurinn
Í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 12. nóvember er opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-18 á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Þar verður lítil sýning tengd þema dagsins „Verslun og viðskipti“. Á sameiginlegum vef skjaladagsinsmá finna fjölbreytt framlög héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns tengd verslun og viðskiptum alls staðar af landinu. Einnig er hægt að lesa efni frá eldri skjaladögum. Annað af framlögum Héraðsskjalasafns …
Frá Leikfélagi Laxdæla
Fyrir 40 árum sýndi Leikfélag Laxdæla sitt fyrsta verk og heldur því upp á afmælið sitt nú um þessar mundir. Af því tilefni ætlar félagið að frumsýna leikverkið Skóarakonuna dæmalausu eftir Frederico Garcia Lorca, föstudaginn 18. nóvember nk. Leikarar æfa nú stíft og má búast við góðri sýningu líkt og áður. Stefnt er að því að gefa út veglegan bækling …
Skipulagsmál
Umhverfisnefnd Dalabyggðar vill minna íbúa á leyfisveitingar fyrir gáma og hjólhýsi samkvæmt 71. grein byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Stöðuleyfi kostar 12.500 kr og getur gilt mest eitt ár í senn. Samanber umfjöllun í Umhverfisnefnd Dalabyggðar á fundi 20. október 2011.
Búfjáreftirlit
Búnaðarsamtök Vesturlands hafa tekið við búfjáreftirliti í Dalabyggð. Bændum er bent á að senda haustskýrslur beint til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Einnig er hægt að skila skýrslum á skrifstofu Dalabyggðar. Sveitarstjóri
Folaldasýning
Folaldasýningu verður á vegum Hrossaræktarsambands Dalamanna í Nesoddahöllinni laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14. Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda. Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar. Skráningarfrestur er til föstudagsins 11. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar sendist á netfangið siggijok@simnet.is eða í síma …
Menningarráð Vesturlands
Menningarráð Vesturlands auglýsir nú styrki fyrir árið 2012. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðsins. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011. Styrkir komandi árs eru á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, mennta- og menningarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Með samningnum er styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga til menningarstarfs beint í einn farveg til að efla slíkt starf á Vesturlandi …
Staðarfellskirkja 120 ára
Í tilefni þess að 120 ár eru frá vígslu Staðarfellskirkju verður guðsþjónusta þar sunnudaginn 30. október kl. 14. Boðið verður í kaffi eftir athöfnina. Núverandi kirkja á Staðarfelli er timburkirkja teiknuð og smíðuð af Guttormi Jónssyni frá Hjarðarholti sumarið 1891 fyrir forgöngu Hallgríms Jónssonar bónda á Staðarfelli. Kirkjan var síðan vígð 11. október 1891. Nokkrar breytingar voru gerðar á kirkjunni …
Nikkólína þrítug
Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað þann 7. nóvember 1981 og hefur verið áberandi hér í Dölum allar götur síðan. Af tilefni tímamótanna verður afmælisfagnaður í Árbliki þann 19. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Síðan verður dansað fram eftir nóttu við undirleik Nikkólínu og góðra gesta. Allir aðdáendur Nikkólínu eru velkomnir. Aðgangseyrir á afmælisfagnað og dansleik eru …