Öskudagsskemmtun

DalabyggðFréttir

Foreldra- og nemendafélög Auðarskóla verða með sameiginlega öskudagsskemmtun í Dalabúð á öskudag, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu búningana, en að sjálfsögðu mæta allir í búningi á skemmtunina.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og 300 kr. fyrir leikskólabörn. Enginn posi er á staðnum og því nauðsynlegt að mæta með reiðufé.
Kaffi- og vöfflusala verður á vegum nemendafélags Auðarskóla þegar búið er að slá köttinn úr tunnunni.
Krakkar eru sérstaklega hvattir til að æfa skemmtileg atriði og söng fyrir öskudaginn. Sama gildir að sjálfsögðu um þá eldri sem ætla sér að fara um syngjandi og sprellandi á öskudag.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei