Fjall Dalanna – tilnefningar

DalabyggðFréttir

Í upphafi árs barst stutt fyrirspurn inn á skrifstofu Dalabyggðar varðandi hvert væri fjall Dalabyggðar. En þar sem aldrei hefur verið tilnefnt fjall Dalanna varð það heldur meira fyrirtæki að svara spurningunni en áætlað var.
Hófst þá ákveðinn ferill um val á fjalli Dalanna með því að Dalamönnum gafst tækifæri á að tilnefna fjall til nafnbótarinnar ásamt rökstuðningi á vef Dalabyggðar frá 18. janúar til 31. janúar.
Málinu verður næst vísað til menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar. Næsti fundur nefndarinnar verður mánudaginn 11. febrúar.
Alls komu 86 tilnefningar um 17 fjöll, öll innan Dalabyggðar. Flestar tilnefningar komu fyrstu 3 dagana og síðustu 2 dagana. Tvær Skeggaxlir eru í Dölum og var Skeggöxl í Hvammssveit látin njóta vafans og allar tilnefningar á Skeggöxl bókaðar á hana.

Tilnefningar

Bani

1

1,16%

Gaflfell

1

1,16%

Gamalhnúkar

1

1,16%

Hafratindur

50

58,14%

Háfur

1

1,16%

Hraunsfjall

1

1,16%

Hvolsfjall

1

1,16%

Klofningsfjall

7

8,14%

Ljárskógafjall

1

1,16%

Mannsfjall

1

1,16%

Rjúpnafell

1

1,16%

Sauðafell

4

4,65%

Skálafjall

1

1,16%

Skeggöxl

12

13,95%

Torffjall

1

1,16%

Tröllakirkja

1

1,16%

Þórutindur

1

1,16%

Rökstuðningur

Hér fylgir úrdráttur úr rökstuðningi sem fylgdi með þeim þremur fjöllum sem flestar tilnefningar fengu.

Hafratindur

Á mörkum Skarðsstrandar, Saurbæjar og Hvammssveitar, 923 m.y.s.
– formfagur, glæsilegur, stílhreinn, tignarlegur, reisulegur, virðulegur, fallegur, fagur, flottur, gullfallegur, ægifagur, digurlegur, veglegur, sérstakur, einstaklega fallegur, glæsilegastur, langflottastur, fallegastur, óendanlega fallegur, auðþekkjanlegur, kemur vel út á mynd, stendur eins og strýta upp í loftið, eitt glæsilegasta fjall í Dölum einkum úr Fagradal og Breiðafirði þar sem það lítur út eins og tindur þó í raun sé um allstóran fjallgarð að ræða eins og sést úr Saurbæ, er það ekki augljóst?, sannkölluð Dalaprýði
– hár, hæsta fjallið sem eingöngu er í Dölum, það ber hæst, gnæfir yfir önnur fjöll
– auðþekktur, sést víða að, nýtur sín vel úr fjarlægð og frá mörgum sjónarhornum, sést víða að af Breiðafirði, sést vel frá Vestfjörðum, sést vel þegar komið er í Dalina úr réttri átt (þ.e. Barðastrandarsýslum), setur svip á landslag víða að, sést vel þegar keyrt er um Dalina, kennileiti við gamlar þjóðleiðir, gnæfir yfir önnur fjöll
– víðsýnt af tindinum, víðsýnt yfir Dalina, afar gott útsýni víða um Vesturland og sögusvið Laxdælu, sjá má 7 jökla af tindinum, mikið útsýni -allur Breiðafjörður blasir við, Baula og langt norður, maður verður skyggn þarna uppi-, frábært útsýni, sést vel í allar áttir langar leiðir
– auðveldur uppgöngu, gott aðgengi, auðveld ganga, margar gönguleiðir á og af fjallinu sem býður upp á marga möguleika, hæfileg áskorun venjulegu fólki, aðgengi gott fyrir viljuga og hæfileg áskorun, skemmtilegar gönguleiðir á fjallið víða frá
– eina fjallið með þessu nafni
Hafratindur hæfir best,
hár og tignarlegur,
veglegur og víða sést,
vítt um óravegu

Klofningsfjall – Klofningshyrna

Í Klofningi, 648 m.y.s.
– alveg einstakt og engu öðru líkt, tignarlegt, fallegt
– sést víða að, t.d. Skógarströnd, Reykhólum, Stykkishólmi o.v.
– stórkostlegt, glæsilegt útsýni til allra átta, útsýni yfir Breiðafjörð
– tiltölulega auðveld ganga, þægilegt til uppgöngu

Skeggöxl

Á mörkum Hvammssveitar og Skarðsstrandar, 815 m.y.s.
– rétt fjall á réttum stað, flott fjall, fagurt fjall og tignarlegt, flottur staður
– blasir við mér, mest áberandi og sést víða
– með flottu útsýni, útsýni gott
– jeppa-, hesta- og göngufær
– tengd landnáminu, þegar fyrstu landnámsmennirnir fóru þar upp, sáu þeir yfir 18 dali og þaðan er Dalanafnið komið, 18 dalir eða daldrög liggja að Skeggöxl, hýsir fjarskiptastöðvar fyrir t.d. björgunarsveitir
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei