Rétt er að minna á prjónasamkeppni FSDí tengslum við haustfagnað félagsins fyrsta vetrardag. Sú breyting verður nú á að keppt verður í tveimur flokkum. Flokki fullorðinna og auk þess flokki barna 16 ára og yngri. Í ár snýst keppnin um að að prjóna fylgihluti úr íslenskri ull. Það styttist óðum í fyrsta vetrardag og því tímabært að hefjast handa við …
Leikklúbbur Laxdæla
Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í afmælisuppsetningu Leikklúbbs Laxdæla eru velkomnir á fund með leikstjóra á Sunnubraut 1a í Búðardal, mánudaginn 10. október kl. 20. Alltaf er þörf fyrir leikara, sminkara, ljósamenn, hljóðmenn, þúsundþjalasmiði og allskyns fólk sem er tilbúið að gera jafnt smátt sem stórt.
Ljósmyndasamkeppni ungra bænda
Samtök ungra bænda kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu samtakanna á dagatali fyrir árið 2012. Keppnin er öllum opin og óskað er eftir myndum tengdum ungu fólki og úr öllum áttum landbúnaðar. Myndirnar eiga að vera u.þ.b. 300 dpi að stærð og sendast á netfangið ungurbondi@gmail.com. Skilafrestur er til 1. nóvember.
Námskeið í boði
Á haustönn eru tvö námskeið í boði hér í Dölum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Laugardaginn 22. október verður námskeiðið „Jóladúkur“ og miðvikudaginn 26. október hefst námskeiðið „Mitt heimili á netinu„. Auk námskeiða hér í Dölum er ekki löng leið að sækja önnur námskeið í boði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hægt er að kynna sér framboð á námskeiðum á vegum …
Aðalfundur SDS
Aðalfundur Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 8. október kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður borinn fram veglegur kvöldverður og skemmtiatriði. Félagsmenn þurfa að tilkynna þátttöku hjá trúnaðarmanni eða hafið samband við skrifstofu félagsins með a.m.k. viku fyrirvara. Síminn á skrifstofu er 436 1077 og netfangið dalaogsnae@gmail.com.
Félagsstarf eldri borgara
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi verður að vanda með öflugt starf nú á haustmánuðum. Eitthvað um að vera flesta virka daga vikunnar. Á mánudögum er gönguferð sem endar í Rauða Kross húsinu með kaffisopa og spjalli kl. 10:30-11:30. Á þriðjudögum er samvera í Rauða Kross húsinu frá kl. 13.30, utan þriðjudagsins 18. október þegar hún verður í Króksfjarðarnesi. …
Ungmennabúðir á Laugum
Ungmennabúðirnar á Laugum eru nú með nýja heimasíðu og er þar hægt að kynna sér starfsemina. Auk fb-síðunnar. Vetrarstarfsemin er nú hafin og fyrstu skólarnir komnir. Nýr ævintýra- og þrautagarður var settur upp í sumar af sjálfboðaliðum, auk annarra endurbóta á staðnum. Auk starfseminnar á Laugum er farið í Erpsstaði, Eiríksstaði og Stóra-Vatnshorn.
Réttarmyndir
Nýjar myndir frá Tona úr réttum síðustu daga má nú finna í myndasafninu.
Félagsleg liðveisla
Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Búðardal. Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga kl. 15-17 og þrjá föstudaga í mánuði kl. 12-17. Starfshlutfall er um 27%. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS. Ráðið verður í starfið frá 19. september 2011 eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir …
Réttarball í Tjarnarlundi
Eins og jafnvel hinir elstu menn muna voru haldin alræmd réttarböll í Tjarnarlundi um réttarhelgina. Með breyttri starfsemi verður sá menningarviðburður aftur upp tekinn nú í haust. Réttarball verður sem sagt haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 17. september kl. 23 með hljómsvetinni Mónó.Miðaverð er 2.000 kr. og aldurstakmark 16 ára.