Bæjarhreinsun Stíganda

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi verður með árlega bæjarhreinsun í Búðardal fimmtudaginn 5. maí. Mæting er við Dalabúð kl. 15:30 með hanska. Öllum er velkomnið að leggja skátunum lið og eru íbúar hvattir til að snyrta í kringum hús sín.

Silfurtún – matráður

DalabyggðFréttir

Matráður óskast að Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Um er að ræða afleysingar í sumar og síðan 70% stöðugildi eftir 20. júlí. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á eldhússtörfum og einhverja reynslu. Þarf helst að geta byrjað 1. maí n.k. Upplýsingar gefur Ingibjörg Kristjánsdóttir í síma 434 1218

Félagsþjónusta viðvera

DalabyggðFréttir

Félagsþjónustan verður með viðveru mánudaginn 2. maí í stað þriðjudagsins 3. maí. Hægt er að hafa samband við starfsmenn félagsþjónustunnar í síma 433 7100 á milli kl. 9 og 15 aðra virka daga, fá upplýsingar og ráð eða ákveða aðra stund og annan tíma, allt eftir aðstæðum. Skrifstofa félagsmálastjóra Borgarbyggðar er á Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Sími 433 7100 og …

Helgihald í dymbilviku og um páska

DalabyggðFréttir

21. apríl – skírdagur Kvennabrekkukirkja Ferming og skírn kl. 14. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Fellsendi, hjúkrunarheimili Helgistund kl. 16. Lesið úr passíusálmunum. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Snóksdalskirkja Helgistund kl. 20. Lesið úr passíusálmunum. Prestur er sr. Halldór Reynisson. 24. apríl – páskadagur Hjarðarholtskirkja Hátíðarguðþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Silfurtún, dvalar- og hjúkrunarheimili Helgistund kl. 13:30. …

Með táning í tölvunni

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni á miðvikudaginn kemur, þann 20. apríl kl 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik. Sjö leikarar fara með hlutverk og eru nokkrir þeirra að stíga í fyrsta …

Sorphirðing í Búðardal

DalabyggðFréttir

Breytingar verða á sorphirðu í þessari viku í Búðardal. Í stað fimmtudags (sumardagsins fyrsta/skírdags) eins og skráð er í sorphirðudagatali fer sorphirða fram á miðvikudag.

Grænn apríl – rúlluplast

DalabyggðFréttir

Mikið fellur til af rúlluplasti hér í Dölum. Í dag og á morgun eru söfnunardagar rúlluplasts í Dalabyggð. Rúlluplasti er safnað á lögbýlum fjórum sinnum á ári, bændum að kostnaðarlausu. Næsta söfnun er í byrjun júlí. Urðun eða brennsla sorps, þ.m.t. rúlluplasts, er með öllu óheimil heima á bæjum samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. …

Jörfagleði mánudaginn 18. apríl

DalabyggðFréttir

Enn eru þrír dagar eftir af Jörfagleði og heilmargt í boði. Í dag hefst dagskráin á dansnámskeiði fyrir 3.-6. bekk kl. 11:00. Þá verður danssýning kl. 13 og hálftíma síðar er dansnámskeið fyrir 7.-10. bekk. Kaffi-Kind á Hrútsstöðum er opin 13-17 og sýningar í Leifsbúð eru kl. 11:30-18. Í lok dags er síðan foreldrafótbolti kl. 17 (frestað vegna veðurs) og …

Fjárbændur á ferð

DalabyggðFréttir

Góðir nágrannar okkar voru hér á ferð um Dali í gær, laugardag. Voru það ríflega 30 fjárbændur úr Helgafellssveit og nágrenni. Var farið í Ólafsdal þar sem fræðst var um Torfa, Guðlaugu og skólann. Síðan lá leiðin fyrir strandir, í Ytri-Fagradal, Tindanámu, Geirmundarstaði og Skarðsstöð. Ferðinni skyldi síðan lokið á Jörfagleði í Búðardal.