Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist Umf. Stjörnunnar er halda átti milli jóla og nýárs en fresta varð vegna rafmagnsleysis verður í kvöld, miðvikudaginn 2. janúar.
Félagsvistin hefst kl. 20, en húsið opnar kl. 19.30. Verð er 700 kr og sjoppa á staðnum. Gott að hafa í huga að enginn posi er og því rétt að mæta með reiðufé.
Í myndasafni er nú að finna myndir Steinþórs Loga Arnarssonar frá rafmagnsviðgerðum í Saurbænum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei