Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Sýningar verða í Ólafsdal 10. júlí til 8. ágúst. Sýning um Ólafsdal búnaðarskólann. Í tilefni af því að nú eru 130 ár liði síðan fyrstu nemendur búnaðarskólans í Ólafsdal hófu nám sitt á staðnum verður sýning um skólann og Ólafsdal opnuð í Ólafsdal í Gilsfirði, laugardaginn 10. júlí klukkan 13.00. Allir velkomnir. Sýningin verður opin alla daga frá 13-17 í …

Tilraunalandið

DalabyggðFréttir

Tilraunalandið verður í Dölunum næsta mánudag, 5.júlí, við Leifsbúð í Búðardal. Tilraunalandið – hvað er það?Norræna húsið og Háskóli Íslands standa í sameiningu að verkefninu Tilraunalandi sem er vísindasýning fyrir börn og unglinga. Allir aldurshópar hafa gaman af sýningunni og hentar hún sérstaklega aldursbilinu 7 til 16.Sýningin er lifandi og gagnvirk og inniheldur ýmsar tilraunir og leiktæki þar sem vísindin …

Prjónasamkeppni á haustfagnaði FSD

DalabyggðFréttir

Prjónasamkeppni verður á hausfagnaði FSD í haust líkt og í fyrra. Einnig verður boðið upp á að selja kindahúfur á fagnaðinum. Prjónasamkeppni Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu auglýsir hér með að á haustfagnaði félagsins þann 22. og 23. október 2010 verður prjónasamkeppni líkt og í fyrra. Nema að þessu sinni er hugmyndarfluginu gefin laus taumur. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu flíkina …

Göngu- og hjólaferðir í Dölum

DalabyggðFréttir

Ferðafélag Íslands og Út og vestur bjóða upp á átta skipulagðar göngu- og/eða hjólaferðir hér í Dölum í sumar. Næstu 7 helgar verður boðið upp á tveggja daga ferðir og um miðjan júlí er ein 4 daga ferð. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Ferðafélags Íslands og Út og vestur. 3.-4. júlí Klofningur – Dagverðarnes 10.-11. júlí Sælingsdalur – Saurbær 12.-15. …

Sumarafleysingar á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Silfurtún óskar eftir starfsmanni í eldhús í sumarafleysingar í júlí, ágúst og fram í september. Upplýsingar í síma 434-1218 Hjúkrunarforstjóri.

Sveitarstjóri

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra. Dalabyggð er öflugt landbúnaðarhérað með um 700 íbúa. Þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Búðardalur og er þar alla almenna þjónustu að finna. Árið 2009 voru tveir grunnskólar, leikskólinn og tónlistarskólinn sameinaðar í eina stofnun, Auðarskóla sem nú hefur lokið sínu fyrsta starfsári en er enn í mótun. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á …

Afmæli á Eiríksstöðum og bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. júlí nk. verður haldið upp á 10 ára afmæli Eiríksstaða ásamt því að blásið verður til léttrar bæjarhátíðar í Búðardal. Dagskráin hefst upp úr hádegi á Eiríksstöðum og verður þar mikið um húllumhæ. Víkingafélagið okkar verður á staðnum en einnig kemur í heimsókn víkingafélagið Hringhorni sem ætlar að gleðja gesti með allskonar leikjum og bardagaatriðum. Allir eru hvattir …

Nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Félag víkinga í Dalasýslu og nágrenni, með aðsetur að Eiríksstöðum, Haukadal, efnir til samkeppni um nýtt nafn á félagið. Óskað er eftir tillögum að frumlegu og nýstárlegu heiti til handa félagi voru en um leið viðeigandi, sem á við starfsemi og markmið félagsins. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum sé engin tillaga við hæfi. Félagið heitir …

Myndir frá Krosshólagöngu

DalabyggðFréttir

Í myndasafni eru nú komnar nokkrar myndir frá Krosshólagöngu 19. júní. Myndirnar tók Halla S. Steinólfsdóttir. Fleiri myndir og frétt frá göngunni má finna á vef Dalaprestakalls.

Göngur og hlaup 19. júní

DalabyggðFréttir

Nóg er í boði fyrir þá sem vilja hreyfa sig 19. júní; Kvennahlaup í Búðardal, Krosshólaganga í Hvammssveit og Þrístrendingur úr Gilsfirði í Kollafjörð, Bitrufjörð og aftur í Gilsfjörð. Kvennahlaupið hefst klukkan 11 frá upplýsingaskiltunum í Búðardal. Eftir kvennahlaupið er tilvalið að skella sér í Krosshólagönguna, mæting klukkan 14 við Krosshólaborg. Þrístrendingur hefst á Kleifum í Gilsfirði klukkan 10:00 og …