Auðarskóli Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Við leikskóla Auðarskóla í Dalabyggð vantar leikskólakennara til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leikskólinn vel búinn tveggja deilda leikskóli í nýju húsnæði, staðsettur í Búðardal. Áhugasamir hafi endilega samband við Guðbjörgu Hólm aðstoðarleikskólastjóra á netfangið guggaholm@dalir.is eða í síma 434 – 1311. Umsóknarfrestur er til 25. maí næstkomandi.

Sveitarstjórnarkosningar 2010

DalabyggðFréttir

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosningaí Dalabyggð 29. maí 2010. Þar sem enginn framboðslisti kom fram, verður kosning til sveitarstjórnar óbundin. Kjósa skal 7 aðalmenn og 7 varamenn. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Mikilvægt er að kjósendur komi vel undirbúnir á kjörstað. Nánari upplýsingar um óbundnar …

Sauðburður

DalabyggðFréttir

Nú er sauðburður hafinn hjá flestum fjárbændum hér í héraði og mikið um að vera. Samkvæmt könnun síðustu viku, ætla 67,9% svarenda að fara í sauðburð, 3.6% kannski og 28,6% svöruðu neitandi. Fyrir þá sem ekki komast í sauðburð eru hér smá sýnishorn.

Óbundnar kosningar

DalabyggðFréttir

Enginn listi barst til kjörstjórnar og því verða óbundnar kosningar (persónukjör) til sveitarstjórnar í Dalabyggð. Á kosningavef Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins eru ítarlegar leiðbeiningar um flest það er varðar sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí. Þar á meðal um framkvæmd óbundinna kosninga.

Hellisbúinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Ein sýning á Hellisbúanum verður í Dalabúð, föstudaginn 11. júní, kl. 20:00. Miðasala er á midi.is og hefst næsta miðvikudag. Leikstjórn: Rúnar Freyr Gíslason Aðalhlutverk Jóhannes Haukur Jóhannesson Þýðing: Sigurjón Kjartansson

Frumkvöðlar Vesturlands

DalabyggðFréttir

Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum voru í gær tilnefnd frumkvöðlar Vesturlands 2010. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa árlega fyrir þessari viðurkenningu. Alls voru 14 sprotafyrirtæki og einstaklingar sem hlutu tilnefningar að þessu sinni. Nánar lesning er í Skessuhorninu

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður rekinn í sumar með sama sniði og undanfarin ár. Vinnan hefst mánudaginn 7. júní kl. 8:00. Vinnuskólinn er fyrir unglinga fædda árin 1994 til 1997. Umsóknareyðublöð eru á dalabyggd.is og einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 21. maí 2010 Sveitarstjóri

Spurningin

DalabyggðFréttir

Hér koma niðurstöður svörunar síðustu tveggja spurninga. Hvenær fórstu síðast fyrir strandir (Fellsströnd / Skarðsströnd)? 2009-2010 61,6 % 2005-2008 24,4 % 2000-2004 2,3 % Síðustu öld 10,5 % Aldrei 1,2 % Hvað ferðu oft inn á heimasíðu Dalabyggðar (www.dalir.is)? Fyrsta og eina skiptið 9,8 % U.þ.b. mánaðarlega 21,6 % U.þ.b. vikulega 37,3 % U.þ.b. daglega 31,4 %

Sr. Elína Hrund ræðir um Kvennakirkjuna

DalabyggðFréttir

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli flytur erindi um Kvennakirkjuna í Leifsbúð í kvöld, þriðjudaginn 4. maí kl. 21:00. Erindi hennar, sem er öllum opið, verður í Leifsbúð í Búðardal um kl. 21 að loknum aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sem þar verður á undan. Veglegar veitingar verða í boði Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur. Innan SBK eru nú þrjú kvenfélög …

Karlakórinn Ernir í Dalabúð!

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 8. maí kl. 16:00 mun Karlakórinn Ernir frá norðanverðum Vestfjörðum koma og gleðja Dalamenn og nærsveitunga með tónleikum í Dalabúð. Á söngskránni eru innlend og erlend lög af ýmsum toga, allt frá íslenskum þjóðlögum til laga úr erlendum söngleikjum. Stjórnandi kórsins er Beata Joo, undirleikari Hulda Bragadóttir. Einsöng munu nokkrir meðlimir kórsins sjá um. Komið og látið karlmannlega tóna …