Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Folaldasýningu verður á vegum Hrossaræktarsambands Dalamanna í Nesoddahöllinni laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14.
Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda. Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar.
Skráningarfrestur er til föstudagsins 11. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar sendist á netfangið siggijok@simnet.is eða í síma 661 0434.
Ókeypis aðgangur er á folaldasýninguna og því kjörið tækifæri að skoða framtíðargæðinga Dalamanna.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei