Nikkólína þrítug

DalabyggðFréttir

Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað þann 7. nóvember 1981 og hefur verið áberandi hér í Dölum allar götur síðan. Af tilefni tímamótanna verður afmælisfagnaður í Árbliki þann 19. nóvember.
Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Síðan verður dansað fram eftir nóttu við undirleik Nikkólínu og góðra gesta.
Allir aðdáendur Nikkólínu eru velkomnir. Aðgangseyrir á afmælisfagnað og dansleik eru 5.000 krónur. Aðgangseyrir eingöngu á dansleik eru 2.000 kr.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 1. nóvember til formanns Nikkólínu, Ásgerðar Jónsdóttur í síma 434 1502, Hafliða í síma 434 7799 eða til Jóhanns í síma 434 1276.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei