Hátíðarhöld 17. júní verða í Búðardal á vegum þjóðhátíðarnefndar Lions og í Saurbænum koma íbúar saman í skógræktargirðingunni Þverfelli samkvæmt hefð. Veðurspáin fyrir 17. júní um klukkan 12 er suðvestan 5 m/s, hiti 14°C . Úrkomulaust allan daginn. Dagskráin í Búðardal Kl. 13 – 13:50 við nýju höfnina í Búðardal Hestar, bátur og andlitsmálun. Kl. 14 Hátíðardagskrá Lionsfélagar gefa fána …
Krosshólaganga 19. júní
Helgiganga í minningu Auðar djúpúðgu verður farin laugardaginn 19. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Bílastæði eru við Krosshólaborg í Hvammssveit. Göngufólki er ráðlagt að safnast …
Hestaþingi Glaðs frestað
Hestaþing Glaðs sem vera átti 19.-20. júní hefur verið frestað til 24.-25. júlí vegna kvefpestar í hrossum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Glaðs
Sýslumaðurinn í Búðardal auglýsir
Sýslumaðurinn í Búðardal óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið til starfa á skrifstofu. Verkefnin eru gjaldkerastörf, móttaka skjala og önnur almenn skrifstofustörf. Starfshlutfall er 50%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2010.Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí 2010.Nánari upplýsingar veitir Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður, aslaug@syslumenn.is eða í síma 433 2700.
Sveitarstjórn Dalabyggðar
61. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 15. júní 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 25. maí 2010. 2. Kosning oddvita til eins árs.3. Kosning varaoddvita til eins árs. 4. Kosning byggðarráðs og varabyggðarráðs til eins árs.5. Kosningar í nefndir og stjórnir til 4 ára: a) Fræðslunefnd. b) Menningar- og ferðamálanefnd.c) Umhverfis- …
Atkvæði aðalmanna
Atkvæði aðalmanna í sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí sl. féllu þannig (14 efstu): Nafn Heimili Atkvæði Ingveldur Guðmundsdóttir Stórholti 147 Guðrún Jóhannsdóttir Sólheimum 141 Halla S. Steinólfsdóttir Ytri-Fagradal 139 Eyþór Jón Gíslason Brekkuhvammi 10 107 Jóhannes H. Hauksson Bakkahvammi 9 102 Hjalti Viðarsson Ægisbraut 19 98 Guðrún Þ. Ingþórsdóttir Háafell 96 Þorkell Cýrusson Stekkjarhvammi 10 69 Þorsteinn Jónsson Dunkárbakka 65 Jón …
Skólaslit Auðarskóla
Auðarskóla grunnskóladeildum verður slitið sem hér segir: Auðarskóli grunnskóladeild Tjarnarlundi Þriðjudaginn 1. júní kl. 16:00 að Tjarnarlundi Auðarskóli grunnskóladeild Búðardal Þriðjudaginn 1. júní kl. 18:00 í Dalabúð Allir velkomnir. Deildarstjóri Auðarskóla grunnskóladeild Búðardal
Úrslit sveitarstjórnarkosninga
512 voru á kjörskrá, 336 greiddu atkvæði eða 65,6% Réttkjörnir í sveitarstjórn Dalabyggðar 2010-2014 eru: Aðalmenn Ingveldur Guðmundsdóttir Stórholti 147 Guðrún Jóhannsdóttir Sólheimum 141 Halla Sigríður Steinólfsdóttir Ytri-Fagradal 139 Eyþór Jón Gíslason Brekkuhvammi 10 107 Jóhannes Haukur Hauksson Bakkahvammi 9 102 Hjalti Viðarsson Ægisbraut 19 97 Guðrún Þóra Ingþórsdóttir Háafelli 96 Varamenn 1. Daði Einarsson Lambeyrum 90 2. Þorkell Cýrusson …
Sveitarstjórnarkosningar 2010
Þegar talin hafa verið 160 atkvæði í Dalabyggð er staða efstu manna eftirfarandi: Aðalmenn Halla S. Steinólfsdóttir Ytri – Fagradal Ingveldur Guðmundsdóttir Stórholti Guðrún Jóhannsdóttir Sólheimum Eyþór J. Gíslason Brekkuhvammi 10 Hjalti Viðarsson Ægisbraut 19 Jóhannes H. Hauksson Bakkahvammi 9 Guðrún Ingþórsdóttir Háafelli Næstir inn eru: Þorsteinn Jónsson Dunkárbakka Þorkell Cýrusson Stekkjarhvammi 10 Jón Egilsson Sauðhúsum Hörður Hjartarson Vífilsdal
Yfirlýsing frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur
Ég undirrituð vil að gefnu tilefni koma því á framfæri, að þó svo að ég sé eins og aðrir íbúar Dalabyggðar í kjöri til sveitastjórnarkosninganna 29. maí n.k., ber ég enga ábyrgð á útsendnum óskalista/áskorandalista, og gaf ekki samþykki mitt fyrir að nafn mitt væri á þessum lista. Ingibjörg Jóhannsdóttir