Bennabíó

DalabyggðFréttir

 

Á föstudaginn 28. október verður Bennabíó í Dalabúð. Sýndar verða tvær myndir, Land míns föður og Borgríki, frá kvikmyndafélaginu Poppoli.
Fyrst verður sýnd myndin lAND MÍNS FÖÐUR  þar sem heimamenn eru í sviðsljósinu. Aðgangur er ókeypis að myndinni á meðan húsrúm leyfir. Er það í þakklætisskyni til Dalamanna fyrir aðstoðina við gerð myndarinnar. Sýning myndarinnar hefst kl. 20, en húsið opnar kl. 19.30.

 

Þar á eftir verður nýjasta mynd Ólafs Jóhannessonar BORGRÍKI sýnd kl. 22. Borgríki er spennumynd og hefur hún fengið mikið lof og góðar viðtökur. Aðgangseyrir er 1.000 kr.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei