Allir kjörgengir íbúar Dalabyggðar eru í kjöri í sveitarstjórnarkosningum á laugardaginn. Undanþegnir eru þó fráfarandi sveitarstjórnarmanna sem beðist hafa undan endurkjöri. Kjörskrá mun liggja frammi á kjörstað, en ekki í kjörklefum Eftirtaldir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að starfa í sveitarstjórn að afloknum kosningum. Aðrir sem kunna að hafa áhuga og vilja koma því á framfæri er bent á …
Gefa kost á sér í sveitarstjórn
Dalabyggð hefur móttekið tilkynningu um að eftirtaldir aðilar hafi áhuga á að starfa í sveitarstjórn Dalabyggðar að afloknum kosningum laugardaginn 29. maí n.k. Aðrir sem kunna að hafa áhuga og vilja koma því á framfæri er bent á að snúa sér til skrifstofu Dalabyggðar. Axel Oddsson Kverngrjóti Baldur Þórir Gíslason Stekkjarhvammi 11 Bjarni Hermannsson Leiðólfsstöðum Björn Anton Einarsson Búðarbraut 3 …
Kjörskrá liggur frammi
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2010 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal á opnunartíma milli kl. 10 og 15 alla virka daga frá og með 19. maí. Á kjörskrá eru 512, 254 konur og 258 karlar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – aukafundur
59. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. apríl 2010.3. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 16. apríl 2010.4. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Vesturlands frá 13. apríl 2010.5. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 26. apríl 2010. 6. Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands frá 5. maí 2010. 7. …
Auðarskóli Dalabyggð
Við leikskóla Auðarskóla í Dalabyggð vantar leikskólakennara til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leikskólinn vel búinn tveggja deilda leikskóli í nýju húsnæði, staðsettur í Búðardal. Áhugasamir hafi endilega samband við Guðbjörgu Hólm aðstoðarleikskólastjóra á netfangið guggaholm@dalir.is eða í síma 434 – 1311. Umsóknarfrestur er til 25. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar 2010
Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosningaí Dalabyggð 29. maí 2010. Þar sem enginn framboðslisti kom fram, verður kosning til sveitarstjórnar óbundin. Kjósa skal 7 aðalmenn og 7 varamenn. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Mikilvægt er að kjósendur komi vel undirbúnir á kjörstað. Nánari upplýsingar um óbundnar …
Sauðburður
Nú er sauðburður hafinn hjá flestum fjárbændum hér í héraði og mikið um að vera. Samkvæmt könnun síðustu viku, ætla 67,9% svarenda að fara í sauðburð, 3.6% kannski og 28,6% svöruðu neitandi. Fyrir þá sem ekki komast í sauðburð eru hér smá sýnishorn.
Óbundnar kosningar
Enginn listi barst til kjörstjórnar og því verða óbundnar kosningar (persónukjör) til sveitarstjórnar í Dalabyggð. Á kosningavef Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins eru ítarlegar leiðbeiningar um flest það er varðar sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí. Þar á meðal um framkvæmd óbundinna kosninga.
Hellisbúinn í Búðardal
Ein sýning á Hellisbúanum verður í Dalabúð, föstudaginn 11. júní, kl. 20:00. Miðasala er á midi.is og hefst næsta miðvikudag. Leikstjórn: Rúnar Freyr Gíslason Aðalhlutverk Jóhannes Haukur Jóhannesson Þýðing: Sigurjón Kjartansson
Frumkvöðlar Vesturlands
Helga og Þorgrímur á Erpsstöðum voru í gær tilnefnd frumkvöðlar Vesturlands 2010. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa árlega fyrir þessari viðurkenningu. Alls voru 14 sprotafyrirtæki og einstaklingar sem hlutu tilnefningar að þessu sinni. Nánar lesning er í Skessuhorninu