Félagsstarf eldri borgara

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi verður að vanda með öflugt starf nú á haustmánuðum. Eitthvað um að vera flesta virka daga vikunnar.
Á mánudögum er gönguferð sem endar í Rauða Kross húsinu með kaffisopa og spjalli kl. 10:30-11:30.
Á þriðjudögum er samvera í Rauða Kross húsinu frá kl. 13.30, utan þriðjudagsins 18. október þegar hún verður í Króksfjarðarnesi. Ýmis konar dagskrá er þá skipulögð, en í ár hefur verið bætt við söng undir stjórn Halldórs Þórðarsonar.
Á miðvikudögum er engin dagskrá hjá Félagi eldri borgara, en þann dag er prjónahornið.
Á fimmtudögum er samvera og kaffi í Rauða Kross húsinu kl. 10.30-11:30.
Á föstudögum er síðan aftur gönguferð sem endar í samveru og kaffi í Rauða Kross húsinu kl. 10.30-11:30.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei