Námskeið í boði

DalabyggðFréttir

Á haustönn eru tvö námskeið í boði hér í Dölum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Laugardaginn 22. október verður námskeiðið „Jóladúkur“ og miðvikudaginn 26. október hefst námskeiðið „Mitt heimili á netinu„.
Auk námskeiða hér í Dölum er ekki löng leið að sækja önnur námskeið í boði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hægt er að kynna sér framboð á námskeiðum á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á heimsíðu þeirra www.simenntun.is.
Ekki er heldur löng leið á Hólmavík þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið og fjarfundabúnað. Miðvikudaginn 12. október er námskeiðið „Gamalt verður nýtt“ og þriðjudaginn 8. nóvember „Tölvunámskeið fyrir lesblinda„. Mánaðarlega eru athyglisverðir fyrirlestrar um náttúrufræðileg efni gegnum fjarfundabúnað. Heimasíða Fræðlumiðstöðvar Vestfjarða er www.frmst.is.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei