Aukaleikara vantar í Laxdælu Lárusar

DalabyggðFréttir

Tökur eru hafnar á mynd Ólafs Jóhannessonar „Laxdælu Lárusar Skjaldarssonar“ og er tekið upp víðsvegar í Dalabyggð.
Nokkrar hópsenur eru í myndinni og vantar statista í þau hlutverk.
25. júlí vantar fólk til að vera við jarðaför
27. júlí vantar nokkra menn að tefla skák
28. júlí vantar fólk á framboðsfund
30. júlí vantar fjölmenni á skemmtun (börn og fullorðna)
5. ágúst vantar fólk á framboðsfund
7. ágúst vantar fjölmenni á hátíð (börn og fullorðna)
Einnig vantar nokkur orf og ljái
Þeir sem vilja koma og taka þátt í skemmtilegu og spennandi verkefni hafi samband við Katrínu Ólafsdóttur í síma 847 0847
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei