Mikil óánægja með frestun á uppbyggingu Laxárdalsvegar

DalabyggðFréttir

Á símafundi byggðarráðs Dalabyggðar þann 16. júlí 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að fresta framkvæmdum við uppbyggingu vegs um Laxárdal. Um er að ræða 3,6 km langan kafla sem búið var að hanna, bjóða út og framkvæmdir voru þegar hafnar. Heildarkostnaður verksins var áætlaður rétt um 70 m.kr. og tilboð lægstbjóðenda um 70% af þeirri upphæð.
Það er skiljanlegt að stjórnvöld þurfi fresta verkefnum vegna efnahagsástandsins en það verður að meta hvert verkefni fyrir sig. Búið var að semja og verktakar voru þegar komnir á staðinn og því er ákvörðun um frestun algjörlega óskiljanleg. Við þetta sparast ekki fjármagn því það þarf aftur að leggja í þennan kostnað þegar framkvæmdin verður aftur boðin út.
Byggðarráð Dalabyggðar telur ákvörðun samgögnuyfirvalda ekki byggjast á faglegu mati og veltir því fyrir sér hvort betra hefði verið ef Laxárdalur væri staðsettur í NA-kjördæmi.“

Grímur Atlason, sveitarstjóri

Dalabyggð
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei