Fornleifauppgröftur í Haukadalnum

DalabyggðFréttir

Fornleifafræðingar eru á störfum í Haukadal á vegum Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Myndirnar eru frá uppgreftri í Orrustuhvammi, en þar fannst fyrir nokkrum árum, rétt hjá friðlýstu gerði þar sem Eiríkur rauði og Eyjólfur Saur börðust, merki um hleðslu og viðarkol, auk klébergs. Eru sterkar vísbendingar um að rúst þessi sé frá fyrstu öldum byggðar hér á landi. Gerðir voru 3 skurðir til að kanna hvað þar var að finna. Á myndunum sjást fornleifafræðingarir að störfum undir stjórn Oddgeirs Hanssonar. Nú eru þeir komir að Kirkjufelli í Haukadal þar sem grafa á í rústir bæjar frá um 1600 sem fór í eyði vegna draugagangs. Uppgreftrinum lýkur í næstu viku. Síðar í haust verða svo rústir í Jörfi í Haukadal skráðar.

Fleiri myndir hér
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei