Verður á morgun borinn út í hvert hús í Dalabyggð. Markmiðið með bæklingnum er að safna saman á einn stað upplýsingum um það hvaða tómstundir eru í boði fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Dalabyggðar
52. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 17. desember 2009.3. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 21. desember 2009.4. Starfsskýrsla 2009 – Valdís Einarsdóttir5. Verksamningur um Sorphirðu í Dalabyggð og gámasvæði. 6. Þriggja ára áætlun Dalabyggðar – Síðari umræða ___________________________Grímur Atlason, sveitarstjóri
Flugeldasala
Kæru sveitungar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, viljum við minna á hina árlegu flugeldasölu sem fer nú fram í húsnæði okkar við Vesturbraut og verður opin á eftirfarandi tímum: 29. des frá 14:00 – 20:00 30. des frá 12:00 – 22:00 31: des frá 10:00 – 16:00 Með kærri þökk fyrir stuðninginn …
Lokað gamlársdag
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð fimmtudaginn 31.12.2009, Gamlársdag. Gleðilegt nýtt ár! Starfsfólk
Jólaball
Jólaball Lionsklúbbs Búðardals verður haldið í Dalabúð, á morgun, þriðjudaginn 29. desember og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem eiga afgang af jólakökunum mega koma með þær og setja í púkkið, en boðið verður upp á heitt súkkulaði.
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2010 samþykkt
Nú hefur fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 verið samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar þann 17. desember sl. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árið 2010 Áætlunin er lögð fram til síðari umræðu með 11,815 m.kr. afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru tekin saman í samstæðureikningi. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 52 m.kr. og er veltufjárhlutfall 1,8. Tekjur A-hluta eru …
Tilkynning frá Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal
Skrifstofur í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal verða lokaðar þriðjudaginn 22. desember.nk. vegna útfarar hr. Friðjóns Þórðarsonar. Bókasafnið verður opið frá kl. 14:00-19:00. Dalabyggð býður upp á rútuferð til jarðarfararinnar, sem fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13:00.Farið verður af stað kl. 9:00 frá Dalabúð. Þeir sem hyggjast nýta sér rútuferðina eru vinsamlegast beðnir um að láta vita fyrir kl. …
Auður kom í Dalina
Vilborg Davíðsdóttir kom og las úr bók sinni Auður á sameiginlegum fundi Lionsklúbbsins í Búðardal og Sögufélags Dalamanna, sem haldinn var í Auðarskóla í Búðardal. Þá var Vilborg með glærukynningu sem dýpkaði skilning áheyranda um sögusvið bókarinnar og lífið þessum tíma. Fjörugar umræður urðu upp úr kynningunni og sem var bæði fróðleg og skemmtileg.
Rútuferð á jarðaför Friðjóns Þórðarsonar
Dalabyggð bíður upp á rútuferð á jarðaför hr. Friðjóns Þórðarsonar, sem fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13:00 Farið verður af stað kl. 9:00 frá Dalabúð. Þeir sem hyggjast nýta sér rútuferðina eru vinsamlegast beðnir um að láta vita fyrir kl. 12:00 á mánudaginn hjá Sveini Gestssyni í síma: 893 6633 eða hjá Helgu Ágústsd. í síma 616-9450. …