Grænn apríl – rúlluplast

DalabyggðFréttir

Mikið fellur til af rúlluplasti hér í Dölum. Í dag og á morgun eru söfnunardagar rúlluplasts í Dalabyggð. Rúlluplasti er safnað á lögbýlum fjórum sinnum á ári, bændum að kostnaðarlausu. Næsta söfnun er í byrjun júlí.
Urðun eða brennsla sorps, þ.m.t. rúlluplasts, er með öllu óheimil heima á bæjum samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003. Auk þess er óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins.
Til að standa undir kostnaði við skipulega söfnun og endurnýtingu heyrúlluplasts er lagt á sérstakt úrvinnslugjald á það. Með endurnýtingu heyrúlluplasts er átt við hvers konar endurvinnslu þar sem til verður seljanleg vara.
Mikilvægt er að blanda ekki saman ólíkum plasttegundum ef endurvinnsla á að vera möguleg. Rúlluplast er framleitt úr polyethylen (PE). Baggabönd og flestir stórsekkir eru úr annarri tegund plasts, polyprophylen (PP). Endurvinnsla þessara tveggja plasttegunda er ólík og því er mikilvægt að halda þeim aðskildum til að ná hámarksnýtingu til endurvinnslu.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei