Tendrað á jólatrénu við Dalabúð

DalabyggðFréttir

Tendrað verður á jólatrénu við Dalabúð mánudaginn 7. desember. kl. 18:00 Vorboðinn býður upp á kakó og piparkökur, jólasveinar koma í heimsókn, söngur og gleði.

Falleg folöld í Dölum

DalabyggðFréttir

Hrossaræktarsamband Dalamanna stóð fyrir folaldasýningu í nýju reiðhöllinni í Búðardal. Er þetta fyrsti viðburður tengdum hrossum sem haldinn er þar. Dómarar á sýningunni voru kynbótadómararnir Sigbjörn Björnsson og Valberg Sigfússon. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fallegustu gripina, bikar og verðlaunaskyldir frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna og gjafabréf frá KM-þjónustunni í Búðardal og Knapanum í Borgarnesi. Mikið var af efnilegum folöldum á sýningunni …

Fjórðungsglíma Vesturlands

DalabyggðFréttir

Fjórðungsglíma Vesturlands fór fram í Dalabyggð síðastliðinn laugardag og voru 45 keppendur skráðir til leiks. Stóðu Dalakrakkarnir sig vel og má sjá úrstlit glímunnar hér fyrir neðan. Fjórðungsglíma Vesturlands Telpur, 13 ára og yngri1. Margrét Rún Rúnarsdóttir, Herði 2,5 v. 2. Jófríður Ísdís Skaptadóttir, Skipaskaga 2 v. 3. Sunna Björk Karlsdóttir, GFD 1,5 v. 4. Stefanía Anna Vilhjálmsdóttir, GFD 0 …

Jólafundur skátanna á Sifurtúni

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 27. nóv. var Skátafélagið Stígandi með jólafund á Silfurtúni. Rúmlega 30 krakkar og nokkrir foreldrar áttu þar góða stund með íbúum Silfurtúns. Nokkur lög voru sungin og krakkarnir sögðu aðeins frá skátastarfinu. Vel var tekið á móti hópnum kakó og kökur runnu ljúflega niður og allir voru saddir og sælir á sál og líkama eftir þessa samverustund. Meðal annars …

Rekstaraðili óskast að Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Rekstaraðili óskast til að taka að sér rekstur Leifsbúðar á næsta ári. Húsið er eitt af elstu húsunum í Búðardal, nýuppgert og mjög fallegt. Það stendur niðri við smábátahöfnina.Húsið býður upp á góða möguleika í rekstri sem netkaffihús með þjólegan mat, smárétti og súpur. Í sýningarsal í húsinu stendur uppi sýning tileinkuð landafundum og Vínlandsferðum og tengir það við sögutengdu …

Íbúðir fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð.

DalabyggðFréttir

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum félagasamtökum, s.s. Rauða krossi Íslands. Landsspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Upplýsingar og úthlutun er á geisladeild spítalans í síma 543 6800 (Sigurveig). Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir að hluta …

Sögufélag Dalamanna

DalabyggðFréttir

Minnum á aðalfund sögufélags Dalamanna sem haldinn verður í Leifsbúð í kvöld, miðvikudaginn 25.nóv kl. 20:00. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Löng helgi í Blómalindinni

DalabyggðFréttir

Nú verður opið í Blómalindinni fyrstu helgina í aðventu, laugardaginn 28. nóv og sunnudaginn 29. nóv. frá 13-18 báða dagana. Fullt af nýjum vörum.