Nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Félag víkinga í Dalasýslu og nágrenni, með aðsetur að Eiríksstöðum, Haukadal, efnir til samkeppni um nýtt nafn á félagið.
Óskað er eftir tillögum að frumlegu og nýstárlegu heiti til handa félagi voru en um leið viðeigandi, sem á við starfsemi og markmið félagsins. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum sé engin tillaga við hæfi. Félagið heitir nú sem stendur Eiríksstaðir-Víkingar. Í framhaldinu er ætlunin að opna heimasíðu félagsins þar sem allir helstu viðburðir verða kynntir og auglýstir. Við vonum eftir sem flestum tillögum ásamt góðri þátttöku heimamanna sem og annarra. Allar tillögur berist til Herdísar Ernu Gunnarsdóttur, Brekkuhvammi 10 Búðardal eða á herdis@dalir.is.
Með von um góða þátttöku,
Stjórn félagsins
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei