Göngur og hlaup 19. júní

DalabyggðFréttir

Nóg er í boði fyrir þá sem vilja hreyfa sig 19. júní; Kvennahlaup í Búðardal, Krosshólaganga í Hvammssveit og Þrístrendingur úr Gilsfirði í Kollafjörð, Bitrufjörð og aftur í Gilsfjörð.
Kvennahlaupið hefst klukkan 11 frá upplýsingaskiltunum í Búðardal. Eftir kvennahlaupið er tilvalið að skella sér í Krosshólagönguna, mæting klukkan 14 við Krosshólaborg.
Þrístrendingur hefst á Kleifum í Gilsfirði klukkan 10:00 og farið verður um þrjár sýslur, þrjá fjallvegi og þrjá firði. Hlaupið er skipulagt af Stefáni Gíslasyni frá Gröf og Dofra Hermannssyni frá Kleifum. Leiðarlýsingu Þrístrendings má finna á bloggsíðu Stefáns Gíslasonar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei