LÓA – Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í LÓU – Nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí Háskóla-, vísinda- og iðnaðarráðuneytið hefur umsjón með umsóknarferlinu. Umsóknarformið er rafrænt og í nokkrum skrefum. Helsta breytingin í ár er sú að nú er gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda. Áður en umsókn er …

Ungmennaráð fundar 20. apríl nk.

DalabyggðFréttir

Fundur ungmennaráðs verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Búðardal, miðvikudaginn 20.apríl 2022 og hefst kl. 15:15. Fundurinn fer fram eins og hefðbundinn sveitarstjórnarfundur, þ.e.a.s. hann er opinn áheyrendum en aðeins fulltrúar í ráðinu tjá sig á fundinum.   Dagskrá Staðsetning á ærslabelg í Búðardal. Gera drög að bréfum vegna fyrirlestra/erinda/námskeiða. Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórn, sem verður 3.maí.

íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð í Búðardal – alútboð

Kristján IngiFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Í BÚÐARDAL, Alútboð nr. 2201  Lauslegt yfirlit yfir verkið:  Verkið felst í byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Miðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum og lyftingasal ásamt útisundlaug. Heildarstærð íþróttamiðstöðvar er um 1335 m2 og þá er útisvæði sundlaugar með sundlaugakeri, vaðlaug og heitum pottum um 670 m2. Gengið verður inn í íþróttamiðstöð …

Umsóknir varðandi smávirkjunarvalkosti

DalabyggðFréttir

Við þökkum fyrir góða mætingu á fundinn í gær varðandi smávirkjunarvalkosti í Dalabyggð. Á fundinum var meðal annars rætt um aðkomu sveitarfélaga varðandi svigrúm til smávirkjana. Í drögum að nýju Aðalskipulagi fyrir Dalabyggð segir m.a.: „Svigrúm er fyrir allt að 30 kW smávirkjanir með minni háttar uppistöðulóni eða allt að 200 kW rennslisvirkjanir. Við uppsetningu virkjana skal huga að sýnileika …

Páskalokun skrifstofu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Við minnum á að skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð vegna páskafrís frá og með fimmtudeginum 14. apríl og opnar að nýju kl.9:00 þriðjudaginn 19. apríl. Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska.   Hér fyrir neðan má finna efni til skemmtunar yfir páskana: Hugmyndir að páskaföndri Leikur með málshætti Páska-litabók Páskaþrautir og gaman

Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um tilfærslu Staðarhólssóknar í Dalaprestakall. Önnur mál. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, sóknarnefndin

Sauðburðarbakkelsi 2022

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið.   Pakki 1: Ástarpungar 20 stk – Pitsasnúðar 20 stk – Kanilsnúðar 20 stk – Súkkulaðikökur 20 stk Verð   9000 kr.-   Pakki 2: Kleinur 20 stk – Skinkuhorn 20 stk – Muffinskökur 20 stk – Hjónabandssæla Verð   8.500 kr.-   Panta skal hjá Ernu á Fellsenda sími 865-4342 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 218.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   218. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, mánudaginn 11. apríl 2022 og hefst kl. 20:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð           Fundargerðir til staðfestingar 2.   2203006F – Stjórn Dvalar– og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 56           Fundargerðir til kynningar 3.   1911028 – Fundargerðir bygginganefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð …

Sveitarstjórnarkosningar 2022

SafnamálFréttir

Enginn framboðslisti var lagður fyrir kjörstjórn og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur sveitarfélagins verða í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Þeir sem ætla að skorast undan kjöri samkvæmt 49. gr. kosningalaga nr. 112/2021 skulu senda staðfestingu þar um á netfangið safnamal@dalir.is. Upplýsingar um flest …