Matjurtargarður í Búðardal

DalabyggðFréttir

Minnum aftur á að nú er búið að tæta matjuragarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti.

Við þurfum fólk til að geta starfrækt Vinnuskólann í sumar

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið hefur rekið Vinnuskóla Dalabyggðar undanfarin ár með góðri þátttöku og árangri. Í ár hefur gengið illa að finna starfsfólk í Vinnuskólann sem er miður því umsóknir frá ungmennum eru margar. Því köllum við eftir aðstoð til að finna starfsfólk í Vinnuskólann svo hægt sé að halda uppi starfsemi hans í sumar. Stefnt er að því að Vinnuskólinn verði starfræktur …

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum – umsóknarfrestur til 24. ágúst

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – olof@ssv.is eða 898-0247 …

Dalaveitur – rof í Miðdölum vegna viðgerðar

Kristján IngiFréttir

Þriðjudaginn 25. maí fer fram viðgerð á dreifikerfi Dalaveitna. Meðan á viðgerð stendur verður netlaust hjá notendum í stærstum hluta Miðdala frá og með Kvennabrekkur, til og með Hundadals. Þar á meðal er fjarskiptamastrið á Sauðafelli og verður því takmarkað GSM-samband við Sauðafelli og suður á Bröttubrekku. Mastrið verður tengt sem fyrst þannig að símasamband komist á sem fyrst. Samband …

Götusópun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á þriðjudaginn næsta, 25. maí hefst götusópun í þorpinu, eru íbúar beðnir um að huga að því að geyma ekki ökutæki eða stærri aðskotahluti úti á götum svo hægt sé að ná sem bestum þrifum.

Matjurtargarður í Búðardal

DalabyggðFréttir

Nú er búið að tæta matjuragarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti.

Sjálfboðaliðaverkefni 2021 – umsóknarfrestur til 20. maí

DalabyggðFréttir

Við minnum á að umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er í dag, 20. maí – sjá frétt frá 28. apríl sl. : Sjálfboðaliðaverkefni 2021 Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 205. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 205. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. maí 2021 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1. 2103020 – Síðari umræða um ársreikning Dalabyggðar 2020 2. 2104023 – Fjárhagsáætlun 2021 – Viðauki II 3. 2008010 – Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit 4. 2010009 – Kannanir – framhaldsskóladeild og námsaðstaða 5. 2009024 – Íþrótta- …

Tunnustöðvar, verðkönnun – breyttur skilafrestur

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð auglýsti í síðustu viku verðkönnun vegna smíði og uppsetningu á tunnustöðvum víðsvegar í dreifibýli sveitarfélagsins (sjá hér). Breyting á netfangi til að fá send gögn: kristjan@dalir.is. Skilafresti tilboða hefur verið seinkað til þriðjudagsins 25. maí n.k. kl. 12. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar eða í tölvupósti á kristjan@dalir.is og verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska …