Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. apríl sl. að ráða Herdísi Ernu Gunnarsdóttur í starf skólastjóra Auðarskóla. Herdís er með B.Sc. í líffræði og B.Ed. í gunnskólakennarafræði og hefur leyfisbréf sem leik-, grunn- og framhaldsskólakennari. Auk þess er hún að leggja lokahönd á lokaritgerð sína í M.Ed. námi í stjórnun menntastofna við Háskóla Íslands. Herdís hefur starfað sem kennari frá …
Fyrirlestur – Tækifæri til smávirkjana í Dalabyggð
Arnar Bergþórsson hjá Arnarlæk ehf. verður í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetri Dalabyggðar (1. hæð Stjórnsýsluhússins), þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 Arnar mun fara yfir skýrslu sem Arnarlækur vann fyrir SSV um frumúttekt valkosta fyrir smávirkjanir á Vesturlandi ásamt því að fara yfir tækifæri í smávirkjunarvalkostum í Dalabyggð. Kaffi á könnunni og allir velkomnir! Skýrslu Arnarlæks ehf. sem unnin var fyrir …
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Komdu þinni hugmynd í framkvæmd! Styrkir sem eru til úthlutunar nú eru til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á vef SSV er rafræn umsóknargátt. Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk. en úthlutun fer fram í júní. Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is 892-3208 …
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Kjörstjórn Dalabyggðar tekur við framboðum föstudaginn 8. apríl kl. 11-12 í fundarsal stjórnsýsluhússins. Komi engir framboðslistar fram verða óbundnar kosningar. Skráning kjósanda á kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis kjósanda á viðmiðunardegi kjörskrár sem er miðvikudaginn 6. apríl kl. 12. Upplýsingar um kosningarnar er að finna á heimasíðu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 217. fundur
FUNDARBOÐ 217. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 5. apríl 2022 og hefst kl.16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2202024 – Síðari umræða um ársreikning Dalabyggðar 2021 2. 2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 3. 2202030 – Fjárhagsáætlun 2022 – Viðauki III 4. 2203025 – Greiðslur til …
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa 5. apríl
Þriðjudaginn 5. apríl verður menningarfulltrúi SSV með viðveru í Stjórnsýsluhúsinu frá kl.11-14 og atvinnuráðgjafi SSV með viðveru frá kl.13-15. Þeir verða í nýopnuðu Nýsköpunar- og frumkvöðlasetri á 1. hæð hússins. Hvetjum alla hugmyndaríka einstaklinga til að nýta tækifærið og hitta á þá! Ef þið viljið heyra í þeim fyrir viðveruna: Sigursteinn Sigurðsson Menningarfulltrúi Sími: 433-2313 / 698-8503 Netfang: sigursteinn@ssv.is Ólafur Sveinsson …
Dala Auður – Fréttir frá íbúaþingi
Til að Dalabyggð geti tekið fagnandi á móti framtíðinni er nauðsynlegt að auka fjölbreytni atvinnutækifæra og efla það sem fyrir er. Forsendur þessa eru bættir innviðir; vegir, fjarskipti, þriggja fasa rafmagn og aukið framboð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.Þetta voru meginskilaboð kraftmikils íbúaþings sem haldið var helgina 26. – 27. mars, þar sem um 50 heimamenn og „hálfbúar“ ræddu um stöðu og …
Húsnæði fyrir fólk á flótta
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu er von á fjölda flóttamanna til Íslands. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur leitar til sveitarfélaga um þátttöku í móttöku flóttamanna. Á 215. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: Dalabyggð hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu fyrir flóttafólk á leiðinni til Íslands, sem er að flýja …
Opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar
Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum ykkur að vera við opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar, miðvikudaginn 30. mars nk. kl.16:00 að Miðbraut 11, 370 Búðardal. Það var um mitt ár 2020 sem byrjað var að leggja drög að stofnun setursins og nú er komið að því að opna það fyrir frumkvöðlum, námsmönnum og öðrum hugmyndaríkum einstaklingum sem geta …






