Sr. Anna Eiríksdóttir hefur nú formlega tekið við Stafholtsprestakalli en mun einnig þjóna Dalaprestakalli samhliða því þar til nýr sóknarprestur hefur verið ráðinn. Verður leitast við að hafa óskerta prestsþjónustu eins og verið hefur að teknu tilliti til reglna Almannavarna. Hægt er að ná í sr. Önnu í síma 897 4724, en hún mun sinna viðtölum og taka á móti …
Sorplosun á mánudag í stað þriðjudags
Venjulega ætti sorplosun að vera á þriðjudegi í Búðardal og Suðurdölum, en í stað þess verður hún í þetta skiptið á mánudaginn kemur þ.e. 2.nóvember.
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð sem verður skipað í nóvember. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu …
Mögulegar rafmagnstruflanir á morgun
Komið getur til rafmagnstruflana í Suðurdölum, Skógartrönd, Helgafellsveit og Stykkishólmi vegna skipulags viðhalds og endurnýjun búnaðar í aðveitustöð við Vogaskeið á morgun 28.10.2020 frá 08:30 til kl. 17:00. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir til tekjulágra heimila
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Nú er búið að gefa …
Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Stjórnvöld hafa frá því í mars á þessu ári sett fram ýmsar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Markmið þeirra er m.a. að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda þá hópa sem á þurfa að halda og veita viðspyrnu sem miðar að að því að styrkja fyrirtæki í landinu. Yfirlit yfir helstu úrræði stjórnvalda fyrir heimili, fyrirtæki og hagkerfið má finna á …
Samið við Íslenska gámafélagið
Á 196. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að taka hagstæðasta tilboði í útboði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Það verður því Íslenska gámafélagið sem tekur við sorphirðunni á nýju ári og mun innleiða nýtt þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu. Íbúar munu fá nánari kynningu á nýrri sorpflokkun þegar nær dregur. Sveitarstjórn hefur ákveðið, að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar, að kalla eftir …
Ítrekun á mikilvægi grundvallarsmitgátar
Þann 4. október síðast liðinn var lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 en frá 5. október hafa greinst yfir 1.000 smit innanlands. Í gær var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna klasasmits sem kom upp á Landakoti og um þessar mundir eru nokkrir einstaklingar í sóttkví í Dalabyggð. Við viljum því ítreka mikilvægi grundvallarsmitgátar …
Fjarkynning á Uppbyggingarsjóði og menningarverkefnum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna. Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu miðvikudaginn 28. október kl. 17:30 um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV. Viðburðinn má finna með því að smella HÉR. Fjarkynningin …
Fræðslufundur um framtíð Breiðafjarðar
Tengill á Facebook-viðburð: Fræðslufundur um framtíð Breiðafjarðar