Sögurölt – Heinaberg

DalabyggðFréttir

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 9. júlí kl. 19:30 frá bæjarhlaðinu á Heinabergi. Þar verður rölt um jörðina, lífið í fjörunni kannað, stuðlaberg og annað það sem náttúran býður uppá það kvöldið. Þá verða sagðar sögur af kvenskörungum, bardögum, harðindum, búvísindum, sauðaþjófum og öðru markverðu og minna markverðu sem tengist sögu Heinabergs. Leiðsögn er í …

Deiliskipulag í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 13. júní 2019 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Deiliskipulagið er um 3,5 ha að stærð og nær yfir Bakkahvamm, Lækjarhvamm og nýja götu sem fær nafnið Efstihvammur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.   Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, par- …

Kynning á vindorkugarði í landi Sólheima

DalabyggðFréttir

Vegna vinnu við tillögu að matsáætlun vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð mun Quadran Íslandi  halda kynningarfundur fyrir íbúa í Dalabúð, Búðardal, mánudaginn 8. júlí 2019 kl: 20:00.   Fjallað verður um stöðu undirbúnings og mat á umhverfisáhrifum verkefnisins.   Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Víðidalsá og Bugastaðir

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 2. júlí verður farið í vikulegt sögurölt sem Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna standa fyrir í sumar.   Að þessu sinni verður gengið við bæinn Víðidalsá við Steingrímsfjörð á Ströndum, sagðar sögur og skoðaðar minjar, nátthagi, dys og eyðibýlið Bugastaðir sem fór í eyði snemma á öldum. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur. Mæting er á hlaðinu á Víðidalsá, …

Ólafsdalur – sumaropnun 2019

DalabyggðFréttir

Opið verður í Ólafsdal er frá 22. júní til 18. ágúst í sumar. Opnunartímar eru kl. 12-17. Sýning um skólann í Ólafsdal er á fyrstu hæð og sýning um konurnar í Ólafsdal á annarri hæð, auk myndbandssýningar.   Kaffi, rjómavöfflur og Erpsstaðaís til sölu á staðnum og ókeypis svaladrykkir fyrir börnin. Þá er til sölu lífrænt ræktað grænmeti til sölu úr …

Tónleikar: Dúó Stemma

DalabyggðFréttir

Dúó Stemma verður með tónleika á Nýp á Skarðsströnd fimmtudaginn 4. júlí kl. 20:30. Efnisskráin er fjölbreytt. Hljóðfærin eru hefðbundin jafnt sem heimatilbúin; raddir, víóla, marimba, íslensk steinaspil ofl.   Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari mynda Dúó Stemmu.  Bæði eru þau eru hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en meðfram starfi sínu þar hafa þau sett saman margskonar …

Jazztónleikar á Laugum

DalabyggðFréttir

Miðvikudagkvöldið 3. júlí kl. 20:30 verða jazztónleikar á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Þar spila Dalamaðurinn Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson.   Tómas og Ómar hafa haldið tónleika á Laugum mörg undanfarin sumur og fengið til sín ýmsa gesti, Sigríði Thorlacius, Mugison og í fyrra þýska trommuleikarann Tommy Baldu, en saxófónleikarinn Óskar hefur …

Bjarnastaði í Saurbæ

DalabyggðFréttir

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður í samvinnu við Hugrúnu og Guðmund bændur á Kjarlaksvöllum og verður rölt um Bjarnastaði í Saurbæ. Röltið verður miðvikudaginn 26. júní kl. 19:30 frá hliðinu að Bjarnastöðum. Rölt verður um landnámsjörð Sléttu-Bjarna, skoðaðar friðlýstar hofrústir, dys Bjarna og annað sem verður á leið okkar og gefur tilefni til að stoppa við …

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár.   Athugið að dagsetningar í Dalapóstinum eru frá fyrra ári.   Skógarströnd (Straumur og Bíldhóll) og Hörðudalur (Blönduhlíð) 20. júní – 27. júní.   Miðdalir (Árblik) og Haukadalur (Eiríksstaðir) 27. júní – 4. júlí.   Laxárdalur (Svarfhóll) og Hvammssveit (Ásgarður) 4. júlí – 11. júlí.   Fellsströnd (Valþúfa & …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum …