Á fundi sveitarstjórnar þann 14. mars sl. var ársreikningur Dalabyggðar tekinn til fyrri umræðu. Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum t.d. …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Eftir það er 6.500 kr. árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Eigendum hunda í Búðardal ber skylda til að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald. Í …
Leir-Gugga
Guðbjörg Björnsdóttir leirlistarkona mun segja frá rannsóknum sínum og tilraunum með Dalaleirinn laugardaginn 6. apríl 2019 kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun hún segja frá ferð sinni til Þýskalands sumarið 2017 og starfsnámi í postulínsverksmiðjunni Wagner & Apel í Lippelsdorf. Allir eru velkomnir á sögustund á Byggðasafni Dalamanna á meðan húsrúm leyfir.
Kótilettukvöld 2019
Lionsklúbbur Búðardals heldur kótilettukvöld í Dalabúð laugardaginn 23. mars kl. 20. Á boðstólum eru lambakótilettur með tilheyrandi meðlæti. Miðinn gildir sem happdrættismiði og auk þess verður hægt að kaupa miða á skemmtunina. Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sina og ágóði rennur til styrktar unglingadeildarinnar Óskars, skátafélagsins Stíganda og verkefnasjóðs Lionsklúbbs Búðardals. Kristján og Lolli munu sjá um …
Breyttur opnunar- og símatími
Opnunartími og símatími á skrifstofu Dalabyggðar verður kl. 9-13 alla virka daga frá og með 18. mars 2019.
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur sitt þriðja og síðasta kvöld í félagsvist kl. 20 föstudaginn 15. mars 2019 í Árbliki. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Veitt verða kvöldverðlaun, heildarverðlaun og að sjálfsögðu kaffiveitingar.
Þrígangur og slaktaumur
Keppt verður í þrígangi og slaktaumatölti í Nesoddahöllinni kl. 14 sunnudaginn 24. mars. Allar nánari upplýsingar um dagskrá, keppnisfyrirkomulag og um skráningar eru á heimasíðu hestamannafélagsins Glaðs.
Aðalfundur Félags eldri borgara 2019
Aðalfundur félags eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 13:30 í Rauðakrosshúsinu.
Opnir fundir Grólindar
Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind – mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20. Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. …
Örsýning myndmenntanema 2019
Í marsmánuði verður á safninu örsýning myndmenntanema á yngsta stigi og miðstigi Auðarskóla. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30. Hægt að skila bókum á opnunartímum stjórnsýsluhússins í söfnunarkassa í anddyri stjórnsýsluhússins