Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hefst með lambhrútasýningu föstudaginn 26. október kl. 12 í fjárhúsunum á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Til sýningar í Dalahólfi eru skráðir 58 lambhrútar frá 15 bæjum; 32 hyrndir, 13 kollóttir og 13 mislitir. Laugardaginn 27. október kl. 10 er síðan lambhrútasýning á Skörðum í Miðdölum fyrir þann hluta sýslunnar sem er í Vesturlandshólfi. Þar eru skráðir 22 hrútar …

Íslandsmeistarmótið í rúningi 2018

DalabyggðFréttir

Ellefta Íslandsmeistaramótið í rúningi 2018 verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 27. október kl. 14 í reiðhöllinni í Búðardal. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 25. október til Fjólu í síma 695 6576 eða á netfangið kringla@simnet.is. Tvær umferðir eru og er betri umferðin látin gilda. Þrír efstu keppa síðan til úrslita. Úrslit og verðlaunaafhending verða að lokinni keppni. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 166. fundur

DalabyggðFréttir

166. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. október 2018 og hefst kl. 16. Í upphafi funda verður fundargerð sveitarstjórnar frá 13. september 2018 lögð fram til afgreiðslu.   Dagskrá Almenn mál 1. Fjallskil 2018 Kynnt á fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.10.2018, lagt fram til afgreiðslu. 2. Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3 Úr fundargerð 208. fundar Byggðaráðs Dalabyggðar 10.10.2018. Fjárhagsáætlun 2018 …

Kór Glerárkirkju

DalabyggðFréttir

Kór Glerárkirkju heldur tónleika í Hjarðarholtskirkju laugardaginn 13. október kl. 13. Fjölbreytt efnisskrá. Miðaverð kr. 1.500. Kór Glerárkirkju í Hjarðarholtskirkju – fb

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar verður kl. 10-12 föstudaginn 12. október. Þ.e. lokað frá og með kl. 12.

Haustfagnaður FSD 2018

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu heldur árlegan haustfagnað sinn helgina 26.-28. október. Um er að ræða einn stærsta viðburð sem Dalirnir bjóða upp á og inniheldur meðal annars sviðaveislu, hagyrðinga, hrútasýningar, rúningskeppni, markað, grillveislu, dansleiki og margt fleira skemmtilegt. Einstakir viðburðir og heildardagskrá verður kynnt betur þegar nær dregur.

Íslandsmeistaramótið í rúningi 2018

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur fyrir Íslandsmeistarmótinu í rúningi laugardaginn 27. október kl. 14 í reiðhöllinni, Búðardal. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 25. október til Fjólu í síma 695 6576 eða á netfangið kringla@simnet.is. Rúningsmenn af báðum kynjum og alls staðar af landinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í keppninni. Vegleg verðlaun í boði …

Auðarskóli – frístundaleiðbeinandi

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar eftir starfsmanni í stöðu frístundaleiðbeinanda við Auðarskóla frá og með 8. október 2018. Um er að ræða 20% stöðu. Umsóknarfrestur er til 12. október 2018. Helstu verkefni eru starf með börnum í frístund. Unnið er samkvæmt starfslýsingu frístundaleiðbeinanda. Hæfniskröfur eru færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð og stundvísi. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi …

Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

FSD mun standa fyrir ljósmyndasamkeppni á haustfagnaði helgina 26.-28. október. Þemað í ár er sauðfjárbúskapur. Skila þarf inn myndum fyrir 21. október 2018 á netfangið thorunn.th@hotmail.com. Eftir það verða þær allar birtar á facebooksíðu félagsins.