Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2019-2022 kom til fyrstu umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember síðastliðinn. Eftir það fór hún til umfjöllunar í nefndum og byggðarráði og kom síðan til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember síðastliðinn. Alls fjallaði byggðarráð um áætlunina á fimm fundum milli umræðna og einum vinnufundi. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 á sveitarstjórn að fjalla um fjárhagsáætlun …
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
Börn 15-17 ára eiga ekki rétt á húsnæðisbótum. Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% …
Héraðsbókasafn opnunartímar 2019
Frá og með 1. janúar verður bókasafnið opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 – 17:30. Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.
Jólakveðja
Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Dalir 1918
Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna sunnudaginn 30. desember kl. 16 og til umfjöllunar verður mannlíf í Dölum árið 1918. Sagt verður frá helstu viðburðum í héraðinu og reynt að velta fyrir sér ýmsum flötum daglegs lífs; hverjir bjuggu hér, fjölskyldur, atvinna, búskaparhættir, veðurfar, húsakostur, heimilishald, leikir og störf barna og hvað eina sem heimildir bjóða uppá.
Áramótabrenna
Á gamlárskvöld verður brenna í Búðardal á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Þurfi að koma til breytinga á brennustæðu og tímasetningu verður það auglýst á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.
Sýsluskrifstofan lokuð milli jóla og nýárs
Sýsluskrifstofan er lokuð fimmtudaginn 27.des.nk. Næst opin fimmtudaginn 3.jan.nk. Með jólakveðju Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Félagsvist í Tjarnarlundi
Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi laugardagskvöldið 29. desember kl. 20. Kostar 1.200 kr og veitingar í boði.
Tilraunaverkefni í uppbyggingu húsnæðis
Dalabyggð hefur verið valin til þátttöku í tilraunaverkefni í uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinni. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, og fulltrúar Íbúðalánasjóðs kynntu á fundi í Leifsbúð þann 12. desember fyrstu sjö sveitarfélög sem verða til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Dalabyggð er eitt þeirra, hin eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Íbúðalánasjóður …
Uppbyggingasjóður Vesturlands
Uppbyggingasjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum til atvinnuþróunar-, nýsköpunar- og menningarstyrkja ásamt stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Reglur, viðmið og umsóknareyðublöð varðandi styrkveitingar er að finna á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (ssv.is). Nánari upplýsingar í síma 433 2310 eða senda fyrirspurnir á netfangið uppbyggingarsjodur @ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 20. janúar 2019 Uppbyggingasjóður Vesturlands