Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. júní. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Salthólmavík og Sölvatangi
Þriðja kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður mánudaginn 19. júní kl. 19:30 og er þá búið að taka tillit til sögumanns, veðurspár og sjávarfalla. Beygt er hjá Skriðulandi, keyrt í átt að Tjaldanesi og rétt áður en þangað er komið er vegur merktur Salthólmavík. Hægt er að leggja bílum við lónið/stífluna, þar sem Staðarhólsá og Hvolsá mætast. Byrjað er að ganga gamlan …
Vígslubiskup heimsækir Dalina
Dagana 18. og 19. júní munu heimsækja Dalina sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi. Af því tilefni verður kvöldmessa í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 18. júní, kl. 20. Sóknarprestur, sr. Anna Eiríksdóttir, mun þjóna fyrir altari og vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédika. Organisti í athöfninni verður Halldór Þorgils Þórðarsonar og félagar úr …
Sauðafellshlaupið 2017
Föstudagskvöldið 16. júní kl. 20:30 verður Sauðafellshlaupið haldið í fjórða sinn. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli, og komið að þjóðvegi 60 á ný og þá er hringnum lokað. Hlaupaleiðin er um …
Kvöldmót UDN
Kvöldmót UDN verð þrjú í ár og verða haldin í Dalnum í Búðardal. Fyrsta mótið verður fimmtudaginn 15. júní, annað fimmtudaginn 20. júlí og þriðja mánudaginn 14. ágúst. Mótin hefjast kl. 18:30. Upplýsingar um skráningu, keppnisgreinar og aldursflokka er að finna á heimasíðu UDN. Skrá þarf keppendur fyrir klukkan 15 þann dag sem keppni fer fram með tölvupósti á udn@udn …
Gengið á Nónhæð
Byggðasafn Dalamanna stendur fyrir göngu á Nónhæð þriðjudaginn 13. júní kl. 19. Lagt verður af stað frá hlaðinu hjá Þóru og Sveini á Staðarfelli. Gangan hentar flestum, þægileg hækkun alla leið, örlítið á fótinn í upphafi. Genginn er gamall vegarslóði upp á Nónhæð, skoðaðar plöntur, fuglar og útsýni á leiðinni, allt eftir áhuga. Sama leið er farin til baka með …
Hestaþing Glaðs
Árlegt hestaþing Glaðs verður laugardaginn 10. júní og hefst kl. 10 á forkeppni í tölti, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, A og B flokkum gæðinga. Eftir matarhlé verða síðan úrslit í sömu flokkum. Hestamannafélagið Glaður
Auðarskóli – lausar stöður
Við Auðarskóla eru lausar til umsóknar skólaárið 2017-2018 þrjár stöður leikskólakennara og 38% staða grunnskólakennara. Leikskólakennari Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Hæfniskröfur eru: · leikskólakennaramenntun · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Grunnskólakennari Kennsla á mið og unglingastigi með kennslugreina eru …
Hreyfivika UMFÍ
Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur. Mánudaginn 29. maí Knattspyrnuæfing verður fyrir 7-10 ára kl. 15:30-16:30 og fyrir 11 ára og …
Könnun á GSM sambandi
Vegna fyrirhugaðra ljósleiðaraframkvæmda er óskað eftir upplýsingum um farsímasamband í Miðdölum, Hörðudal og á Skógarströnd. Íbúar í Miðdölum, Hörðudal og Skógarströnd sem eru með lítið eða ekkert farsímasamband heima á bæ eru beðnir um að láta vita um það með tölvupósti á sveitarstjori@dalir.iseða hringja í Sigfríði í síma 430 4700, milli kl. 10 og 12 virka daga. Óskað er eftir …