Ljárskógasel

DalabyggðFréttir

Áttunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:30 í Ljárskógaseli í Laxárdal.
Ljárskógasel er örlítið utan alfaraleiðar. Beygt er heim að Ljárskógum og beygt til vinstri áður en komið er heim að bæ. Er siðan keyrt upp til fjalla þar til komið er að rústunum í seli. Vegurinn fram að seli var heflaður á laugardaginn og ætti því að vera fær flestum bílum.
Rústir Ljárskógasels verða skoðaðar og komið inn á ýmislegt í sögu selsins og búsetu. Þá verður varla hjá því komist að minnast á þrettán fjallasveina, þrátt fyrir að hásumar sé og þeir séu heldur vinsælli í desember.
Gengið verður niður að Fáskrúð og Katlar skoðaðir. Aðstoð við leiðsögn er vel þegin sem fyrri daginn og gott tækifæri fyrir smala á Ljárskógafjalli að láta ljós sitt skína og segja sögur af sér og öðrum.
Gangan hentar öllum göngufærum, ungum sem öldnum. Frítt er gönguna, en farið fram á að fólk passi sig og sína.

Byggðasafn Dalamanna – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei