Á bernskuslóðum

DalabyggðFréttir

Vestlendingarnir og óperusöngvararnir Guðrún Ingimars og Elmar Gilbertsson sem hafa búið og starfað um árabil erlendis verða á heimaslóðum helgina 12.-13. ágúst.
Guðrún og Elmar verða með tónleika í Dalabúð Búðardal laugardaginn 12. ágúst kl. 20 og í Borgarneskirkju sunnudaginn 13. ágúst kl. 17.
Á efnisskránni verða íslensk sönglög og söngleikjatónlist.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Tónleikarnir eru styrktir af Sóknaráætlun Vesturlands
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei