Umsjónarmaður félagsstarfs

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún auglýsir eftir umsjónarmanni í félagsstarf.
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.
Óskað er eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem vilja leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og kærleika að leiðarljósi. Starfið er opið, skemmtilegt og býður upp á að innleiða nýjungar.
Starfið er 30% vinna og greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi SDS.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Kristín Þórarinsdóttir í síma 896 1135/893 8083
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei