Ólafsdalshátíð 12. ágúst 2017

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 12. ágúst 2017. Að venju er frítt á hátíðina, en seldir eru miðar í Ólafsdalshappdrættinu.

Dagskrá

Kl. 12:00-13:15 Gönguferð um minjastaði í Ólafsdal. Hafa fundist víkingaaldarminjar í dalnum? Leiðsögumaður er Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Mæting er kl. 11.45.
Kl. 13:00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Miðaverð er 500 kr, veglegir vinningar.
Kl. 13:00-17:00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður. Ólafsdalsskólinn 1880-1907, fastasýning á 1. hæð. Konurnar í Ólafsdal og fræðslumyndband um Ólafsdal á 2. hæð. Hestar teymdir undir börnum. Athugið að netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá. Erindi flytur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Laddi (Þórhallur Sigurðsson) með um 30 mínútna skemmtidagskrá. Félagar í Harmonikkufélaginu Nikkólínu í Dalabyggð taka á sprett. Birna Lárusdóttir flytur erindi um fornleifar og menningarlandslag í Ólafsdal. Valdimar Guðmundsson syngur fyrir gesti, undirleikari er Örn Eldjárn. Félagar í Leikhópnum Lottu skemmta börnum á öllum aldri. Kynnir hátíðarinnar er Halla Sigríður Steinólfsdóttir bóndi í Ytri-Fagradal.
Kl. 17:00 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei