Lambhrútasýningar FSD

DalabyggðFréttir

Lambhrútasýningarnar eru tvær vegna sauðfjárveikivarna. Sú fyrri er í Dalahólfi á föstudeginum og sú síðari á laugardagsmorgni fyrir Vesturlandshólf. Keppt er í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra/ferhyrndra hrúta. Sýningaskrá er tilbúin. Skráðir eru 90 hrútar til keppni og 8 gimbrar. Í lok hvers flokks gefst mönnum tækifæri til að þukla á hrútunum og leggja sitt eigið mat á niðurstöður dómaranna. …

Íslandsmeistaramótið í rúningi

DalabyggðFréttir

Áttunda Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 22. október í reiðhöllinni í Búðardal. Keppendur verða Arnar Freyr Þorbjörnsson, Guðmundur Þór Guðmundsson, Hafliði Sævarsson, Jón Atli Jónsson, Stefán Bragi Birgisson, Steinar Haukur Kristbjörnsson og Þórður Gíslason. Tvær umferðir eru og er betri umferðin látin gilda. Þrír bestu keppa síðan til úrslita. Úrslit og verðlaunaafhending verða að lokinni keppni. …

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins alla virka daga kl. 10-14. Einnig geta kjósendur séð hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 24. september síðastliðinn. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu …

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf félagsins er nú hafið með nokkuð hefðbundnu sniði. Eldri borgarar eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins. Dagskrá haustið 2016 Mánudagar Gönguhópur og spjall á Silfurtúni Kóræfingar kl. 17:00 Þriðjudagar Sund á Laugum kl. 15:30-17:00 Miðvikudagar Aðgangur í tækjasal Umf. Ólafs páa kl. 11:00-13:00 Fimmtudagar Opið hús í Rauðakrosshúsinu – 6. október kl. 13:00-15:30 Félagsvist í Rauðakrosshúsinu …

Lokað í Lyfju

DalabyggðFréttir

Lokað verður í útibúi Lyfju í Búðardal fimmtudaginn 20. október og föstudaginn 21. október vegna árshátíðarferðar starfsmanna til Berlínar. Ekki tókst að manna útibúið í Búðardal og aðrar lyfsölur Lyfju verða keyrðar á lágmarksmönnun þessa daga. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Starfsmenn Lyfju

MS Búðardal – nám í mjólkuriðn

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn. Nám í mjólkuriðn er þriggja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Viðkomandi aðili skuldbindir sig til að starfa hjá MS Búðardal að námi loknu. Störf í mjólkuriðn henta báðum …

Viðvera atvinnuráðgjafa

DalabyggðFréttir

Atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal fyrsta þriðjudag hvers mánuðar kl. 13-15 í vetur. Ólafur Sveinsson verður hér í Dölum þriðjudagana 1. nóvember, 6. desember, 3. janúar, 7. febrúar, 7. mars, 4. apríl og 2. maí. Hægt er að panta tíma hjá honum í síma 892 3208. Þá má panta heimsókn hjá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma hjá skrifstofu SSV …

Yfirlýsing nemendafélags Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla hefur sent frá yfirlýsingu varðandi skemmdarverk í sveitarfélaginu. „Við í nemendaráði Auðarskóla höfum tekið eftir skemmdarverkum í Dalabyggð. Þau eru á kostnað sveitarfélagsins sem gæti verið peningur til þess að nota í eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að nota peninginn í að kaupa tölvur fyrir skólann og við ætlum að gera það sem við getum til að koma í …

Ljósmyndakeppni FSD 2016

DalabyggðFréttir

Þema ljósmyndasamkeppni FSD 2016 er smalinn. Skilafrestur að senda inn myndir er laugardagurinn 15. október. Þegar fresturinn er liðinn munu þær allar birtast á fb-síðu FSD. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, auk þess verða veitt verðlaun fyrir myndina sem hreppir flest like á fb-síðu FSD. Myndir skal senda til Sigríðar á netfangið siggahuld@gmail.com í síðasta lagi laugardaginn 15. …