Skólaslit Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólaslit Auðarskóla, grunnskóla- og tónlistardeildar, verða miðvikudaginn 1. júní klukkan 17 í Dalabúð. Auðarskóli

Fuglafjör á Ströndum

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. maí klukkan 16 verður Fuglafjör í Náttúrubarnaskólanum á Sauðfjársetrinu á Ströndum fyrir fólk á öllum aldri. Dagrún Ósk Jónsdóttir byrjar á stuttri kynningu á náttúrubörnum á Ströndum og starfinu í sumar og svo sér Jón Jónsson um fróðlegt og skemmtilegt spjall um fugla á Ströndum fyrir byrjendur. Á eftir því ætlum við að kíkja út í gönguferð og …

Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Innanríkisráðherra hefur staðfest lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð og var hún birt í Stjórnartíðindum 6. maí og hefur þar með tekið gildi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér efni samþykktarinnar sem finna má á vef Dalabyggðar og á vef Stjórnartíðinda. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð

Augnlæknir

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 3. júní. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Heim í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin helgina 8.-10. júlí. Viðburðir hátíðarinnar verða meðal annars Vestfjarðarvíkingurinn, kassabílarallý KM, ljósmynda- og myndlistasýningar og fleira. Ef einhverjir vilja koma að hátíðinni með einhverjum hætti þá er hægt að hafa samband við Svönu í síma 779 1324 eða netfangið tomstund@dalir.is. Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni Bæjarhátíð í Búðardal.

Íþróttaæfingar UDN

DalabyggðFréttir

Frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00-19:00. Engin æfingagjöld verða á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Svana Hrönn. Nánari upplýsingar í síma 779 1324, netfanginu udn@udn.is og á heimasíðunni www.udn.is.

Leifsbúð – sumarstörf

DalabyggðFréttir

Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í Leifsbúð í sumar. Upplýsingar gefur Hafliði í síma 823 0100 eða netfangið he1008@hotmail.com

Hjúkrunarheimilið Fellsendi

DalabyggðFréttir

Á hjúkrunarheimilinu Fellsenda eru laus störf sjúkraliða, félagsliða eða í aðhlynning á hjúkrunarheimilinu frá 1. ágúst. Hjúkrunarheimilið Fellsendi sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða og er starfið mjög fjölbreytt og jafnframt lærdómsríkt. Um er að ræða vaktavinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Nánari upplýsingar gefur Jóna Helga Magnúsdóttir í síma 863 5090 eða jona@fellsendi.is.

Héraðsbókasafn – sumarleyfi

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað vikuna 22. – 28. maí. Þá verður bókasafnið lokað af sömu ástæðum 20. júní til 1. júlí og síðan 25. júlí til 15. ágúst.

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

136. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. apríl 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 2. Leigusamningur Leifsbúð Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Umsögn um rekstrarleyfi Brekkuhvammur 1 4. Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Stóra Vatnshorn 5. Frumvörp til umsagnar 6. Félag sauðfjárbænda – Ályktun frá aðalfundi 2016 7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða …