Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir tveggja helga reiðnámskeiði 2.-3. og 9.-10. febrúar. Kennari verður Sjöfn Sæmundsdóttir. Verð er 3.000 kr fyrir klukkutímann og hámark 3 í hópi. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 31. janúar. Við skráningum taka Heiðrún Sandra 772 0860 hsandra @ is.enjo.net Ragnheiður 487 5331 rbiggi @ simnet.is Svanborg 434 1437 gillast @ simnet.is Síðari hluta febrúrar hefst síðan tveggja …
Fjall Dalanna
Síðasti dagur til að tilnefna fjall Dalanna er fimmtudaginn 31. janúar. Hægt að tilnefna fjall með rökstuðningi hér á vef Dalanna. Nánari upplýsingar um fjall Dalanna má sjá í frétt hér á Dalavefnum frá 18. janúar og í síðasta Dalapósti. Tilnefning á „Fjalli Dalanna“
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 1. febrúrar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Ath. ekki er posi á staðnum.
Laxdælunámskeið
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit mun í samvinnu við Sögufélag Dalamanna, Víkingafélag Dalamanna og fleiri standa fyrir námskeiði um Laxdælu í byrjun mars. Áætlað er að námskeiðið verði dagana 1. mars og 9. mars kl. 13-18 í Rauða kross húsinu eða Dalabúð, fer eftir fjölda þátttakenda. Kennari verður Bjarki Bjarnason, sem hefur haldið slík námskeið við miklar vinsældir. …
Tökum ábyrgð – segjum frá
Við höfum flest fylgst með mikilli umræðu í fjölmiðlum undanfarið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar hefur meðal annars mikið verið talað um þöggun og meðvirkni af hálfu umhverfisins, það að gera ekkert í málunum. Veruleikinn er sá að kynferðisbrot gagnvart börnum eru framin af allskyns fólki og alls staðar á landinu, líka hérna hjá okkur. Kynferðisbrot eru framin mikið …
Þorrablót Stjörnunnar
Þorrablót Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, þorramatur, skemmtidagskrá þorrablótsnefndar og dansleikur með hljómsveitinni Dísel. Miðaverð er 5.000 kr og þurfa miðapantanir að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 30. janúar til Bjargeyjar á Skerðingsstöðum (sími 434 1676 / 867 0892) eða Fjólu á Tindum (sími …
Fjárhagsáætlun 2013-2016
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2013-2016 var samþykkt við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. desember 2012. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð öll árin sem áætlunin nær yfir og að hlutfall skulda af árstekjum lækki úr u.þ.b. 74% fyrir árið 2012 í um 65% fyrir árið 2016. Fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars (14,48%), fasteignaskatts og …
Fyrsta helgi í Þorra
Að vanda er ýmislegt um að vera í Dölum og nágrenni fyrstu helgina í Þorra. Námsvaka í Auðarskóla, félagsvist í Sævangi, þorrablót í Dalabúð og Reykhólum og Þorrakviss á Staðarfelli. Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkja verða með sólarhrings námsmaraþon 24.- 25. janúar. Allir eru hvattir til að koma og kíkja á námshestana, foreldrar, gestir …
Tómstundabæklingur vor 2013
Tómstundabæklingur Dalabyggðar vorið 2013 er komin út hér á vef Dalabyggðar. Bæklingurinn er heldur seinna á ferðinni en venjulega. Leiðréttingum og viðbótum skal komið til ritstjóra og verða þær þá birtar hér á vefnum. Þeir sem vilja auglýsa í næsta tómstundabæklingi, haustið 2013 er og bent á að hafa samband við ritstjóra. Ritstjóri og ábyrgðarmaður tómstundabæklings er Svala Svavarsdóttir. Tómstundir …
Bingó í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki laugardaginn 19. janúar kl 20:30. Spjaldið kostar 500 kr og rétt að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því eingöngu hægt að greiða með reiðufé.