Lokahóf UDN

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum verður haldið í /við íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 5. september, klukkan 19.
Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, bestu afrek karla og kvenna í sumar og mestar framfarir milli ára.
Allir keppendur fá plagg með árangri ársins í hinum ýmsu greinum samanborið við árið frá í fyrra.
Grillið verður heitt og hver og einn sér um mat fyrir sig og sína. Leikir, fjör, spjall, kaffi /te og notalegheit.
Í frjálsíþróttaráði UDN eru Hanna Sigga, Herdís Erna og Arnar

UDN

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei