Skátafélagið Stígandi

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundir vetrarins hefjast hjá dreka- og fálkaskátum fimmtudaginn 5. september. Dróttskátar byrja síðan þriðjudaginn 10. september.
Í hverjum flokki eru 6-8 skátar. Hver flokkur útbýr sína eigin dagskrá í samvinnu við foringja og velur verkefni við hæfi. Dagskrá er send heim þegar hún er tilbúin. Vikulegir fundir eru í 12 vikur. Að öll jafna eru skátafundir í skátaherberginu í Dalabúð.
Félagsgjald fyrir haustönnina er 8.000 kr. Systkinaafsláttur er 2.000 kr. Innifalið í félagsgjaldi er efniskostnaður, klútur, bolur og gott skátastarf. Gjaldkeri sendir reikning.
Allir áhugasamir eru velkomnir í skátastarfið.

Drekaskátar

Í drekaskátum eru nemendur í 3.-4. bekk. Fyrsti fundur drekaskáta er fimmtudaginn 5. september kl. 14:25-15:05 í skátaherberginu.

Þéttbýlið í borg og bæ. Drekaskátar læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim. Áhersla á ævintýrið, hjálpsemina, glaðværðina og umgengni við náttúruna.
Foringi drekaskáta er Kristján Meldal.

Fálkaskátar

Í fálkaskátum eru nemendur 5.-7. bekk. Fyrsti fundur fálkaskáta er fimmtudaginn 5. september kl. 15:10-16:30 í skátaherberinu og skal taka með sér nesti.
Láglendið — tjaldbúðin. Hér fær ævintýraþráin frekari útrás og nýjar slóðir kannaðar. Í fjölbreyttum verkefnum er lögð áhersla á útilífið ásamt félagslyndi, hópefli, samvinnu og hreyfingu.
Sveitaforingi og ábyrgðaraðili fálkaskáta er Helga Elínborg.Foringjar eru Eva Lind, Katrín, Anna Magga, Elísabet og Birgitta. Einnig aðstoða foreldrar.

Dróttskátar

Fyrsti fundur dróttskáta er þriðjudaginn 10. september kl. 15:30-16:30 í skátaherberginu. Í dróttskátum eru nemendur í 8.-10. bekk.
Heiðin og fyrstu kynni af fjallamennsku. Sjálfstæðið eykst og verkefnin verða meira ögrandi. Nefna má gönguferðir, næturleiki, útieldun og frumraun í fjallamennsku, allt í hópi jafningja sem marka leiðina saman.
Foringi dróttskáta er Jenny.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei