Tómstundir haust 2013

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að gera tómstundabækling fyrir haustið 2013 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð eru beðnir um að hafa samband við Svölu Svavarsdóttur.
Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að við séum með framboðið á einum stað, bæði fyrir börn og fullorðna. Ef fleira en eitt á dagskrá á sama tíma fyrir sama aldurshóp verður reynt að finna málamiðlun.
Fram þarf að koma heiti námskeiðs eða viðburðar, stutt lýsing,nafn leiðbeinanda, staðsetning, dags- og tímasetningar, verð, skráningaraðili og æskilegt að mynd fylgi með. Uppsetningu má sjá í eldri tómstundabæklingum.
Netfangið hjá Svölu er budardalur@simnet.is og síminn 861 4466.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei