Tómstundabæklingur vor 2013

DalabyggðFréttir

Verið er að vinna í tómstundabækling Dalabyggðar fyrir vorið 2013. Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og eru allir þeir sem standa fyrir tómstundastarfi, námskeiðum og eða viðburðum hvattir til að senda inn upplýsingar. Gildir það bæði fyrir börn og fullorðna. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: 1. Heiti námskeiðs/atburðar2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði3. Heiti kennara/þjálfara4. Staðsetning5. Tímabil …

Milli jóla og nýárs

DalabyggðFréttir

Að vanda verður ýmislegt um að vera í Dölunum milli jóla og nýárs. Jólaball Lions, flugeldasala, félagsvist, spurningakeppni og síðan áramótabrennur. Jólaball Lions Fimmtudaginn 27. desember verður hið árlega jólaball Lions haldið í Dalabúð og hefst kl. 17:30. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma. En eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað …

Guðþjónustur yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Guðþjónustur verða í níu af ellefu kirkjum héraðsins nú um jól og áramót. Auk þess verða helgistundir á hjúkrunarheimilunum Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur, 24. desember Hjúkrunarheimilið Fellsenda í Miðdölum Helgistund kl. 14 á aðfangadag jóla. Prestur er sr. Anna Eiríksdóttir. Hjarðarholtskirkja í Laxárdal Aftansöngur kl. 18 á aðfangadag jóla. Prestur er sr. Anna Eiríksdóttir. Jóladagur, 25. desember Dvalar- og hjúkrunarheimilið …

Heilsugæslan yfir jól og áramót

DalabyggðFréttir

Yfir jól og áramót verður opið á Heilsugæslustöðinni í Búðardal aðfangadag 24. desember kl. 9-12, fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. desember kl. 9 – 12 og kl. 13 – 16, gamlársdag 31. desember 9 – 12 og 2. janúar kl. 9 – 12 og kl. 13 – 16. Á Reykhólum verður hjúkrunarfræðingur 27. desember kl. 13 – 16 og læknir …

Auðarskóli – leiðbeinandi á leikskóla

DalabyggðFréttir

Leiðbeinanda vantar í 100% stöðu á leikskóla Auðarskóla í Dalabyggð. Um tímabundna vinnu er að ræða frá 1. janúar til 26. júní 2013. Starfið felst í umönnun barna á leikskóla undir stjórn deildarstjóra. Viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna með börnum, að hafa góða samskiptahæfileika og vera tilbúinn að vinna að jákvæðum skólabrag. Kostur ef viðkomandi hefur unnið …

Fjárhagsáætlun 2013-2016

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun 2013-2016 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 30. október sl. Áætlunin hefur verið unnin í samvinnu við forstöðumenn deilda sveitarfélagsins og hefur verið rædd á fundi sveitarstjórnar 20. nóvember og á fundum byggðarráðs og nefnda. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð öll árin sem áætlunin nær yfir og að hlutfall skulda af árstekjum lækki úr u.þ.b. …

Netþjónusta Símans

DalabyggðFréttir

Samkvæmt upplýsingum Símans er Dalabyggð á áætlun hjá Símanum um uppfærslu búnaðar á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Síminn hefur skoðað aðstæður í Búðardal og séu engar, ófyrirséðar, tæknilegar áskoranir fyrir hendi verður ráðist í uppfærslu á búnaði á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Búðardalur verður þá með fyrstu sveitarfélögum til að fá bætt net á nýju ári. Uppfærslan verður til þess …

Jólabasar Gallerí Fellsenda

DalabyggðFréttir

Jólabasar Gallerí Fellsenda verður laugardaginn 15. desember kl. 14-17. Málverk, glervörur, kerti, jólakort ofl. verða til sýnis og sölu fyrir þá sem hafa áhuga. Kaffi og smákökur verða í boði.