Gestkvæmt var á skrifstofu Dalabyggðar í dag, en meðalaldurinn heldur lægri en vanalega. Magnína Kristjánsdóttir tók myndir af flestum gestanna og eru þær nú komnar í myndasafnið. Myndir frá öskudagsskemmtun í Dalabúð tók Björn Anton Einarsson.
Þorrablót á Borðeyri
Þorrablót ungmennafélagsins Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður haldið laugardaginn 23. febrúar 2013 í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20, en blótið hefst kl. 20:30. Gæðakokkar í Borgarnesi reiða fram þorramatinn. Einar Georg flytur annál ársins. Einnig munu fleiri stíga á stokk með söng og glensi. Hljómsveitina Kopar mun síðan spila fyrir dansi. Pantanir eru hjá í símum 451 0090 …
Hundahald í Búðardal
Af gefnu tilefni er minnt á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð. Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi · Eiganda er skylt að skrá hund sinn á hreppsskrifstofu. · Eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi. · Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í …
Réttindi og ábyrgð á netinu
Á alþjóðlega netöryggisdeginum stóð SAFT fyrir málþingi um réttindi og ábyrgð á netinu. Foreldrum og öðrum til fróðleiks kemur hér pistill frá félagsþjónustunni um málþingið og hvernig bæta megi netöryggi. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar síðastliðinn. „Réttindi og ábyrgð á netinu ” var þema ársins. Stóðu yfir 70 þjóðir um allan heim fyrir skipulagðri …
Svavar Knútur í sveitinni
Tónleikar með Svavari Knúti verða í Erpsstaðafjósinu föstudaginn 15. febrúar kl. 20:30. Aðgangur er 1.500 kr fyrir fullorðna. Börn 16-18 ára fá frítt inn, ef þau viðurkenna að þau séu ennþá börn. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára. Klæðnaður eftir veðri og tónleikasal. Tónleikarnir eru í samstarfi við Rjómabúið Erpsstöðum og Þaulsetur.
Þorrablót eldri borgara
Þorrablót eldri borgara verður haldið á Silfurtúni fimmtudaginn 21. febrúar kl. 18. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir í mat, skemmtun og dans. Aðgangur er 2.000 kr. Miðapantanir eru í síma 434 1218 fyrir 17. febrúar.
Öskudagsskemmtun
Foreldra- og nemendafélög Auðarskóla verða með sameiginlega öskudagsskemmtun í Dalabúð á öskudag, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu búningana, en að sjálfsögðu mæta allir í búningi á skemmtunina. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og 300 kr. fyrir leikskólabörn. Enginn posi er á staðnum og því nauðsynlegt að mæta með reiðufé. Kaffi- og vöfflusala …
Fasteignagjöld 2013
Álagningu fasteignagjalda er nú lokið og er útgáfa álagningar- og greiðsluseðla rafræn á sama hátt og árið 2012. Innheimta Fasteignagjöldin verða innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Reikningana er hægt að skoða á íbúagátt. Gjaldendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum. Fjöldi gjalddaga er almennt 6. Sá …
Fjáröflun unglingadeildar
Unglingadeild Auðarskóla, 8.-10. bekkir, standa nú fyrir margskonar fjáröflun fyrir skólaferðalagi í vor. Meðal annars standa þau fyrir páskaeggjasölu. Kólus páskaegg á 3.500 kr. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi 26. febrúar í síma 434 1275 eða á netfangið gummi-kolla@visir.is Þá verður félagsvist í félagsheimilinu Staðarfelli sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Miðaverð er 800 kr. Kaffi og veitingar á …
Fjall Dalanna – tilnefningar
Í upphafi árs barst stutt fyrirspurn inn á skrifstofu Dalabyggðar varðandi hvert væri fjall Dalabyggðar. En þar sem aldrei hefur verið tilnefnt fjall Dalanna varð það heldur meira fyrirtæki að svara spurningunni en áætlað var. Hófst þá ákveðinn ferill um val á fjalli Dalanna með því að Dalamönnum gafst tækifæri á að tilnefna fjall til nafnbótarinnar ásamt rökstuðningi á vef …