Framkvæmdir loksins hafnar

Byrjað er að grafa fyrir grunni á nýjum leikskóla í Búðardal. Nokkur tími er síðan fyrsta skóflustungan var tekin en orsök tafarinnar er afgreiðsla afgreiðslumála skipulagsferlis á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Deiliskipulag var samþykkt hjá skipulagsstofnun í síðustu viku.

Atvinna í boði

Bókari og innheimtufulltrúi Dalabyggðar Starfssvið: Merking fylgiskjala, skráning bókhalds, afstemming og innheimta reikinga. Hæfniskröfur: Haldgóð þekking á bókhaldi, starfsreynsla af framangreindu starfssviði æskileg. Nánari upplýsingar veitir Gunnólfur Lárusson í síma 434 1132

Dalamenn á badmintonmóti

Börn og unglingar í badmintonfélagi Dalamanna stóðu sig mjög vel á móti sem þau tóku þátt í um síðustu helgi. Mótið var haldið í Kapplakrika og voru keppendur átta talsins. Fyrir utan nokkra verlaunapeninga þá komu tveir bikarar heim í Dali og eru þeir til sýnis í Grunnskólanum í Búðardal. Næsta mót verður haldið 4. nóvember í Reykjanesbæ og og …

Ráðstefna um menningarmál

Ráðstefna með yfirskriftinni „Menning sem atvinnugrein“ verður haldin í Háskólanum á Bifröst laugardaginn 27. október kl. 13.00-16.00. Nánar um dagskránna hér

Fundarboð 18. fundar

Fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 16.október 2007 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Fundagerð sveitarstjórnar 18. september 2007. 2. Aukafundagerð byggðarráðs 25. september 2007. 3. Fundagerð byggðarráðs 09. október 2007. 4. Fundagerð Umhverfismálanefndar Dalabyggðar 11. október 2007. 5. Fundagerð Fóðuriðjunnar dags. 10. september 2007. 6. Fundagerð Ungmenna og tómstundabúða að Laugum. 7. Tilnefning í fræðslunefnd. 8. Önnur …

Haustfagnaður félags sauðfjárbænda

Nú er undirbúningur fyrir haustfagnað félags sauðfjárbænda á fullu og verður hann haldinn í Dalsýslu 27. október nk. Dagskrá verður auglýst betur þegar að nær dregur. Meðal dagskrárliða verður lambhrúatsýning og gilda eftrfarandi reglur: Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. Hrúturinn verður að vera fæddur í Dalasýslu og má því ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir. Hrútarnir verða ekki …

Björgunarsveitin kaupir nýjan bíl

Björgunarsveitin Ósk hefur fest kaup á fullbúnum björgunarbíl af gerðinni Land Rover árg. 2004 ekinn 50 þúsund kílómetra. Í bílnum er allur helsti björgunnar- og leiðsögubúnaður. Kaupverð bílsins er 4,7 milljónir.

Börn með Downsheilkenni

Námskeið var haldið í Rauða kross húsinu í Búðardal og tók efni námskeiðsins mið af þörfum barna á grunnskólaaldri. Fjallað var m.a. um heilsufar og þroska, hegðun og líðan, úrræði ofl.. Á námskeiðið mætti fólk víðsvegar að af Vesturlandi, bæði foreldrar og starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum með Downs-heikenni s.s. í grunnskólum, svæðisskrifstofum, skóla- og félagsþjónustum ofl. Kennarar …

Fjör í Fellsendarétt

Fellsendarétt var haldin á sunnudaginn og var margt um manninn þar. Eins og myndirnar sýna þá áttu Suðurdalamenn góða stund þar ásamt skilamönnum og öðrum gestum. Fleiri myndir eru undir myndaalbúmi á vefnum