Grafarlaug

DalabyggðFréttir

Nú eru hafnar endurbætur á Grafarlaug. Verið er að slá upp og undirbúa að steypa innan á gömlu veggina. Öll aðstoð er vel þegin og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Finnboga á Sauðafelli, símar 434 1660 / 897 9603. Ungmennafélagið Æskan

Fréttir af UDN

DalabyggðFréttir

Alls tóku 30 keppendur frá UDN þátt í Unglingamóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Þeim fylgdu 18 fjölskyldur sem dvöldu saman í góðu yfirlæti og í góðu nábýli við granna sína af Vesturlandi á tjaldsvæðinu. Ljóst er að samstarf og samhugur Vestlendinga er að aukast mikið á þessu sviði og er það vel, vonumst við eftir að það eigi eftir …

Drottningar í einn dag ….

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 6. ágúst var hin árlega kvennareið Daladrottninga haldin í tuttugasta skiptið. Var það að vísu einu ári á eftir áætlun sökum hrossapestarinnar 2010. Að þessu sinni var farið um Hvammssveit í blíðskaparveðri. Það voru um 100 konur sem söfnuðust saman í Sælingsdalstungu um hádegisbil og hestar gerðir klárir. Lagt var af stað á slaginu eitt og riðið upp Tungumúla …

Tómas R. á Laugum

DalabyggðFréttir

Dalamaðurinn og bassaleikarinn Tómas R. Einarsson og slagverksleikarinn Matthías MD Hemstock munu flytja lagaflokk Tómasar, Streng, á Hótel Eddu Laugum fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 21. Auk bassa og slagverks fléttast fjölbreytileg vatnshljóð saman við tónlistina ásamt vídeóum. Tómas R. ólst upp á Laugum og hljóðritaði vatnshljóð þar í nágrenninu sem er að finna í verkinu. Strengur er óður Tómasar til …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

76. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2011 og hefst kl. 17:00 á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra Fundargerðir til staðfestingar 2. Fundargerð 92. fundar byggðarráðs frá 7.7.2011 3. Fundargerð 93. fundar byggðarráðs frá 2.8.2011 Mál til umfjöllunar / afgreiðslu 4. Fjallskilasamþykkt – fundargerð formannafundar fjallskilanefnda 4.8.2011 5. Embætti byggingarfulltrúa – fundargerð stjórnar …

Reykhóladagar

DalabyggðFréttir

Um helgina verða haldnir Reykhóladagar með heljarinnar dagskrá. Meðal dagskráratriða er bíó, kassabílakeppni, dráttarvélaakstur, pulsupartí, spurningakeppni, sýningar, siglingar, kvöldvaka og dansleikur. Allar nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu Reykhólahrepps.

Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 7. ágúst, kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis, ávörp, markaður, leiksýning, sýningar og margt annað til skemmtunar. Ólafsdalur er 6 km inn með Gilsfirði sunnanverðum, vegur 690. Dagskrá 11.00 „Minjar og daglegt líf í Ólafsdal“. Fræðsluganga um Ólafsdals undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal. 12.30 Ólafsdalshappdrætti. Sala miða hefst, fjöldi vinninga, miðaverð er 500 kr. 13.00 Rögnvaldur …

Tónleikar að Laugum

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar á Hótel Eddu Laugum fimmtudagana 4. og 11. ágúst. Báðir tónleikarnir eru í Gyllta salnum og hefjast kl. 21. Dalabríari verður síðan sunnudaginn 21. ágúst og verður betur kynnt síðar. Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 21 verða Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir með tónleika í Gyllta salnum á Hótel Eddu, Laugum. Munu þau flytja nokkur þekktustu lög …

Námskeið Ólafsdalsfélagsins

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélagið býður upp á fjögur námskeið um m.a. lífrænt grænmeti, söl, þara, sushi, ostagerð, torf- og grjóthleðslur í Ólafsdal og Tjarnarlundi í ágúst og september. Inn í námskeiðin er fléttað kynningum á hugmyndum Slowfoodhreyfingarinnar og starfsemi Bændaskólans í Ólafsdal. Á námskeiðunum nýtist lífræni matjurtagarðurinn í Ólafsdal, hráefni til ostagerðar úr nágrenninu, fjaran í Tjaldanesi og torf- og grjótgarðar sem hlaðnir …

Kvennareiðin

DalabyggðFréttir

Dalakonum er ráðlagt að taka frá laugardaginn 6. ágúst, en þá verður kvennareiðin í Hvammssveit. Mæting er kl. 12 að fjárhúsunum í Sælingsdalstungu og brottför stundvíslega kl. 13.