Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna sumarfría verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 29. júlí frá kl. 12:00. Sveitarstjóri

Ævintýri við Breiðafjörð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 23. júlí kl. 16mun Aðalheiður Guðmundsdóttir halda erindi um ævintýri við Breiðafjörð að Nýp á Skarðsströnd. Í upphafi erindisins ræðir Aðalheiður almenn einkenni ævintýra, en lítur einkum til þess á hvern hátt íslensk ævintýri skera sig frá ævintýrum annarra Evrópuþjóða. Hlutverki og starfi sagnaþulanna og hvernig fræðimenn hafa leitast við að tengja ævi þeirra og lífshlaup þeim sögum sem …

Markaður á Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Á Ólafsdalshátíðinni er gert ráð fyrir að vera með markað þar sem fólki verður gefinn kostur á að selja eða kynna vörur sínar. Lögð er áhersla á að þeir aðilar sem taka þátt í markaðnum bjóði uppá matvæli úr heimafengnu hráefni og vandað handverk eða listmuni. Þeim sem hafa áhuga á að vera með vörur til sölu eða kynningar á …

Vinnuskólinn

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 15. júlí og mánudaginn 18. júlí fellur vinnuskólinn niður. Síðasti vinnudagur í sumar verður miðvikudaginn 27. júlí.

Lotta á Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö á Ólafsdalshátíð sunnudaginn 7. ágúst.En þau sýndu Hans klaufa við góðar undirtektir á Ólafsdalshátíðinni 2010. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Dýrin í Hálsaskógi, Galdrakarlinn í Oz, Rauðhettu og Hans klaufa. Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö …

Sumarleyfi hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður engin viðvera hjá félagsþjónustunni þriðjudaginn 5. júlí. Næsta viðvera verður þriðjudaginn 19. júlí kl. 13-16. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12, dagana 11.–22. júlí nk. Vegna sumarleyfa verður bókasafnið lokað á fimmtudögum frá 23. júní til 11. ágúst og alveg lokað 4. júlí til 8. ágúst.

Stjórnsýsla á vef Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Nýlega er búið að samþykkja nýjar reglur um skólaakstur og vinnuskólann í sveitarstjórn Dalabyggðar. Þær reglur og annað nytsamlegt varðandi stjórnsýslu sveitarfélagsins má finnaá vef Dalabyggðar undir liðnum stjórnsýsla. Þar er að finna skipan sveitastjórnar, byggðaráðs og nefnda, auk fulltrúa á fundi og nefndir fyrir hönd Dalabyggðar. Fundargerðir sveitarstjórnar, byggðaráðs og nefnda sveitarfélagsins, auk hljóðritana af sveitarstjórnarfundum. Samþykktir og vinnureglur …

Síló við sláturhúsið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er fyrir að fjarlægja síló sem stendur norðan sláturhússins. Ef einhver hefur áhuga á að nýta sér sílóið er viðkomandi bent á að hafa samband við Ágúst Andrésson framkvæmdastjóra í síma 455 4500 frá og með 4. júlí eða með tölvupósti á netfangið agust.andresson@ks.is

Aðstoðarmatráður

DalabyggðFréttir

Starf aðstoðarmatráðs í eldhúsi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu er nauðsynleg. Starfshlutfall er um 40% og unnið er aðra hverja helgi. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2011 eða …

Hjúkrunarforstjóri

DalabyggðFréttir

Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði, nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. október 2011. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á …