Grænn apríl – pappír

DalabyggðFréttir

Framleiðsla á pappír er mjög auðlinda- og orkukrefjandi. Eitt tonn af pappír krefst tveggja til þriggja tonna af trjám auk mikils magns af vatni og orku. Á heimsvísu er pappírsiðnaður fimmti orkufrekasti iðnaðurinn og notar meira af vatni fyrir hvert framleitt tonn en nokkur annar iðnaður. Við endurvinnslu á pappír þarf minni orku og færri ný tré til framleiðslunnar. Loftmengun …

Rauða fjöðrin

DalabyggðFréttir

Landssöfnun Lions 8. – 10. apríl 2011. Helgina 8. – 10. apríl fer fram landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, til styrktar TALGERVLA-verkefni Blindrafélagsins. Talgervill er tölvubúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Nýr vandaður íslenskur talgervill mun hafa mjög jákvæð áhrif á lífsgæði mörg þúsund blindra, sjónskertra, lesblindra og hreyfihamlaðra íslendinga. Verkefnið er einnig verðmætt málræktarverkefni fyrir íslenska tungu …

Grænn apríl

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð er aðili að grænum apríl. Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Tilgangurinn er að vinna að því að gera aprílmánuð að grænum mánuði á Íslandi þar sem lögð er áhersla á að kynna og bjóða upp á upplýsingar um þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn. Umhverfismál eru viðamikill …

Söngbræður

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur söngskemmtun í Árbliki í kvöld kl. 20:30. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og undirleikari Stefán Jónsson. Karlakórinn Söngbræður hefur starfað í Borgarfirði síðan 1978, en það haust hófu nokkrir menn í innstu sveitum héraðsins að syngja saman fjórraddað í félagsheimili sínu, Búðarási.

Jörfagleði 2011 – skráningar

DalabyggðFréttir

Farið er fram á skráningu á nokkra viðburði Jörfagleði. Gestir hátíðarinnar eru beðnir að hafa það í huga og skrá sig við fyrsta tækifæri. Eftirtaldir viðburðir eru háðir skráningu Viðburður Netfang Sími Dansnámskeið jorfagledi2011@gmail.com 695 0317 Herdís Davíðsmótið jorfagledi2011@gmail.com 434 1218 Ingibjörg Fótboltamót UDN 844 7247 Kristján Gauti Markaður jorfagledi2011@gmail.com 695 0317 Herdís Ferð fyrir strandir jorfagledi2011@gmail.com 893 3211 Halla

Jörfagleði 2011 – dagskrá

DalabyggðFréttir

Dagskrá Jörfagleði er nú tilbúin og verður dreift um Dali og Reykhólasveit eftir helgi. Hana má einnig nálgast hér á vef Dalabyggðar með því að fara í flipann lengst til hægri hér að ofan eða efst í flýtileiðum. Skráðir eru 32 viðburðir á hátíðinni. Hægt er að kynna sér efni einstakra viðburða í valmynd til hægri undir Jörfagleði. Og ef …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

72. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2011 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. mars 2011. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fundargerð byggðarráðs frá 22. mars 2011. 4. Fundargerð 27. fundar Menningar- og ferðamálanefndar. Fundargerðir til kynningar 5. Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 11. mars 2011. Mál nr. 11020316. …

Húsvörður Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Starf húsvarðar í Tjarnarlundi er laust frá 1. maí n.k. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.

Glímufélag Dalamanna

DalabyggðFréttir

Jóhann Pálmason glímuþjálfari Glímufélags Dalamanna fór með 12 krakka á grunnskólamót og Íslandsglímuna sem var á Reyðarfirði laugardaginn 2. apríl. Dalamenn náðu góðum árangri á mótinu eins og sjá má hér á eftir. Grunnskólamótið Guðbjartur Rúnar Magnússon og Sunna Björk Karlsdóttir náðu bæði meistaratitlum í sínum flokki, þ.e. þau eru hvort um sig grunnskólameistarar í 9. bekk. Kristinn Helgi Bogason …

Spurningakeppni í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Fyrri hluti spurningakeppni sem halda átti þriðjudaginn 5. apríl fellur niður og munu öll skráð lið keppa á Jörfagleði sunnudagskvöldið 17. apríl. Spurningakeppni 17. apríl verður nánar auglýst síðar. Einar og Svala