Grænn apríl

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð er aðili að grænum apríl.
Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Tilgangurinn er að vinna að því að gera aprílmánuð að grænum mánuði á Íslandi þar sem lögð er áhersla á að kynna og bjóða upp á upplýsingar um þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn.
Umhverfismál eru viðamikill málaflokkur sem kemur víða að í okkar daglega lífi. Hér í Dalabyggð verður lögð áhersla á endurvinnslu og okkar nánasta umhverfi.
Íbúar og atvinnurekendur í Dalabyggða eru hvattir til að taka til í sínu nánasta umhverfi og henda rusli sem safnast hefur á jörðum, lóðum og opnum svæðum. Og muna eftir að skila í endurvinnsluna því sem þar á heima.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei